Rangárþing eystra auglýsir eftir tilboðum í umsjón með bílastæðum og salernum við Skógafoss.  
 
Í umsjón með bílastæðum felst að leiðbeina, veita upplýsingar og aðstoða gesti á allan hátt við lagningu ökutækja á bílastæðum við Skógafoss. Viðkomandi þarf einnig að sjá um þrif, pöntun á snjómokstri, merkingar, umferðarleiðbeiningar o.fl. á bílastæðinu.  
 
Í umsjón og rekstri á salernisaðstöðu felst allur almennur rekstur salernisaðstöðu svo sem þrif, almenn umsjón, pöntun rekstrarvara ofl.  
Gerð er krafa um að hreinlæti og ásýnd svæðisins sé ávallt til fyrirmyndar. Salerni skulu þrifin amk. tvisvar á dag eða oftar ef þörf krefur. Rusl skal fjarlægt reglulega af svæðinu og tryggt að rekstrarvörur (pappír, sápa o.þ.h.) séu alltaf til staðar. Umsjónaraðili skal halda góðu sambandi við sveitarfélagið og aðra sem starfa á svæðinu og láta tafarlaust vita af alvarlegum atvikum eða skemmdum.  
 
Umsjón bæði bílastæðis og salernisaðstöðu fer fram alla daga ársins. Einnig er krafa um daglega viðveru ásamt því að sinna bakvakt utan viðverutíma.   
 
Samningur milli aðila verður gerður til eins árs, með möguleika á framlengingu.  
 
Tilboðum skal skilað til Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli eða á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is og er tilboðsfrestur til og með 26. október 2025.  
 
Rangárþing eystra áskilur sér rétt til hafna öllum tilboðum, mæti þau ekki þörfum verkaupa á fullnægjandi hátt.  
 
Frekari upplýsingar veitir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, í síma 488-4200 eða anton@hvolsvollur.is