Samkvæmt 43. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga breytingu að deiliskipulagi:

 

Bergþórugerði, fjölgun rað- og parhúsa – deiliskipulagsbreyting

Með tillögunni er verið að fjölga par- og raðhúsum við Bergþórugerði.

 

Samkvæmt 41. gr. og 31. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst aðalskipulagsbreyting samhliða tillögu að deiliskipulagi:

 

Vindás og Litli-Moshvoll, frístundalóðir – nýtt deiliskipulag

Tillagan tekur til fimm frístundalóða úr landeignunum Litla-Moshvoll og Vindás. Heimilt verður að byggja allt að 300 m² eða eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Mænishæð er frjáls en skal vera sú sama á hverri lóð en hámarkshæð húsa er 5,5 m.

 

Vindás og Litli-Moshvoll – aðalskipulagsbreyting

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir 9 frístundalóðum á 12 ha svæði. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland (L1) og nær til Vindásar, Sunnutúns og Litla-Moshvols Hólar.

 

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á viðtalstíma hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur frá 15. september til og með 27. október 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 30. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt eftirfarandi aðalskipulagslýsing:

Ytri-Skógar, fjölgun íbúða – aðalskipulagslýsing

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að fjölga íbúðum úr fimm í 16 á íbúðasvæði ÍB23 í Skógum.

 

Ofangreinda lýsingu er hægt að kynna sér á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 24. september 2025 kl. 10:00 til 12:00. Umsagnar- og athugasemdarfrestur lýsingarinnar er frá 12. september til og með 30. september 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra