Ytra-Seljaland, heiðin – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan tekur til 9 frístundalóða úr landi Ytra-Seljalands, L163773 eða á 10 ha svæðis. Heimilt verður að byggja sumarhús með geymslu eða allt að 230 m².

 

Ytra-Skógar, breytingar við gamla héraðsskólanum – breyting á deiliskipulag

Deiliskipulagsbreytingin tekur til Skólavegs 1, L163674 þar sem áður var héraðsskóli Skóga. Með breytingunni er gert ráð að hámarks byggingarmagn á lóðinni verði 8.700 m² og allt að þremur hæðum. Gert er ráð fyrir 78 bílastæðum.

 

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á viðtalstíma hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur frá 22. ágúst til og með 3. oktober 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega í Skipulagsgáttina eða til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra