- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samkvæmt 41. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru eftirfarandi deiliskipulagstillögur auglýstar:
Steinar 1 og Hvassafell – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til 127,4 ha svæðis við Hvassafell II og Steina 1. Gert er ráð fyrir 100 gistiskálum í 4-5 húsa klösum, 200 herbergja hótel við Þjóðveg 1, 120 herbergja hótel sunnar á svæðinu ásamt baðlóni. Einnig er gert ráð fyrir 15 starfsmannaíbúðum og fjölorkustöð. Heildar byggingarmagn er fyrir svæðið er 35.610 m² en hámarkshæð húsa fer frá 5 til 9 m. Aðkomuleiðum hefur verið breytt frá fyrri tillögu.
Stóra-Mörk 3d og 3b – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til lóðanna við Stóru-Mörk 3D, L236887 og Stóru-Mörk 3B, L224421 í landi Stóru-Markar og er 3,8 ha svæði. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum, B1 verður fyrir íbúðarhúsi með bílskúr, hámarksbyggingarmagn er 250 m² og hámarkshæð er 7 m. Á B2 eru tvö gistihús sem eru hvort um sig 176,2 m² en innan reitsins er gert ráð fyrir allt að tíu 45 m² gestahúsum til útleigu. Á byggingarreit B3 er 361,8 m² íbúðarhús en með tillögunni verður heimilt að stækka húsið upp í 450 m² og 150 m² skemmu.
Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa við Austurveg 4 á Hvolsvelli á viðtalstíma frá kl. 8:30 til 10:00. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur frá 15. apríl til og með 30. maí 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra