Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt aðalskipulagslýsing á aðalskipulagi í Rangárþingi eystra.
Seljalandssel og Bolavellir – aðalskipulagslýsing
Með aðalskipulagslýsingunni er gert ráð fyrir að frístundarsvæðið F36 og verði að verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Seljalandssel. Samhliða lagt til að 5 ha svæði úr landi Ytra-Seljalands, verði tekið úr landbúnaðarnotkun og breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru eftirfarandi deiliskipulag
Traðarland – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir allt að níu gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 450 m² heimild fyrir 4-6 gesti í hverju húsi. Mænisstefna er frjáls en þakhalli skal vera 0-45°.
Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og opnu húsi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa þann 3. apríl 2025 frá kl. 8:30 til 10:00. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur frá 14. mars til og með 28. apríl 2025. Skipulagslýsing er til kynningar til og með 4. Apríl 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra