111. fundur 20. júní 2022 kl. 15:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breytt skráning landeignar - Syðri Kvíhólmi lóð

2205106

Þorberg Ólafsson óskar eftir því að breyta staðfangi á lóðinni Syðri Kvíhólmi lóð L205086 í Stekkjarsel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nýtt staðfang.

2.Deiliskipulag - Sopi

2203090

Tómas Ísleifsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á Sopa í V-Landeyju. Breytingin felst í því að bætt er við nýjum byggingarreiti, B2 undir 100 m2 aðstöðuhús.
Tillagan var auglýst frá 13. apríl sl. með athugasemdarfresti til og með 25. maí sl. Engar athugasemdir komu fram við auglýsingu tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Glæsistaðir

2203093

Sigurður Rúnar Sigurðsson óskar eftir því að deiliskipuleggja 0,8 ha lóð undir íbúðarhús.
Tillagan var auglýst frá 13. apríl sl. með athugasemdarfresti til og með 25. maí sl. Engar athugasemdir komu fram við auglýsingu tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Rafn Bergsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

4.Landskipti - Hvassafell

2205047

Ólafur Björnsson, fh. dánarbús Páls Magnúsar Pálssonar, óskar eftir því að skipta 52,3 ha út úr Hvassafelli L163670 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 5.5.2022. Hin nýja lóð er í tveimur aðskildum pörtum, skilgreint sem C og D á uppdrætti og fær staðfangið Hvassafell 2. Hvassafell 2 mun svo renna saman við Hvassafell lóð 1 L219654.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
Rafn Bergsson kemur aftur til fundar.

5.Aðalskipulag Skaftárhrepps - ósk um umsögn

2205074

Með tölvupósti dags. 13. maí 2022 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps eftir umsögn varðandi heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heildarendurskoðun Aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031. Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun Aðalskipulags beggja sveitarfélaga.

6.Deiliskipulag - Hörðuskáli

2205078

Kristinn Ólafsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja ca. 0,25 ha lóð úr landi Hörðuskála L163671 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. apríl 2022. Gert er ráð fyrir einnar hæðar frístundahúsi allt að 100 m2 að stærð. Hámarkshæð frá gólfkóta er 4,2m,.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi á jörðinni Hörðuskáli og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Landskipti - Nýibær

2205116

Jón Örn Ólafsson óskar eftir því að skipta ca 0,25 ha lóð út úr Nýjabæ L163787 skv. uppdrætti unnum af Hamar og Strik, dags. 25.05.2022. Hin nýja lóð fær staðfangið Nýibær 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

8.Breytt skráning landeignar - Króktún 20

2205120

Aðalheiður Sigurðardóttir óskar eftir því að fá að stækka lóðina Króktún 20 til norðurs skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd beinir umsókn um stækkun lóðar til yfirstandandi vinnu við gerð lóðarblaða fyrir Króktún. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að lóðamarkalínur við Króktún séu endurskoðaðar heildstætt.

9.Landskipti - Hellishólar

2205142

Víðir Jóhannsson óskar eftir því að skipta ca 3,5 ha spildu út úr Hellishólum skv. uppdrætti unnum af Landform ehf. dags. 31. maí 2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Gláma millispilda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

10.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Lagning ljósleiðara, Hólsa að Hallgeirsey

2206032

Ljósleiðarinn óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða lagnaleið frá Hólsá að Hallgeirsey.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn landeigenda sem eiga hagsmuna að gæta.

11.Deiliskipulag - Breyting Hallgerðartún

2206035

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Hallgerðartún á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að tveimur parhúsalóðum verður breytt í fjögurra íbúða raðhúsalóð og einni fjögurra íbúða raðhúsalóð verður breytt í 10 íbúða fjölbýlishúsalóð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Völlur 1

2206037

Jón Valur Jónsson óskar fh. landeigenda eftir framkvæmdarleyfi fyrir lagningu vega í nýrri frístundahúsabyggð á Velli 1 skv. gildandi deiliskipulagi.
Afgreiðslu erindisins frestað.

13.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Breytingin felst í því að skipulagssvæðið stækkar til suðvesturs úr 1,6 ha í 1,8 ha. Skilgreindir eru fjórir byggingarreitir. Á B1 er heimilt að reisa verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Á B2 og B4 er heimilt að reisa mannvirki, allt að 3,5m að hæð sem þjónusta gestum verslunar- og þjónustusvæðisins. Á B3 er skilgreind lóð undir spennistöð, allt að 3,4m að hæð. Heildarbyggingarmagn svæðisins er óbreytt eða 340 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Eystra-Seljaland Tjaldsvæði

2206004

Ástvaldur Óskarsson kt. 251062-4049 óskar eftir leyfi fyrir tjaldsvæði að Eystri-Seljalandi f.h Geymslusvæðið ehf. kt. 450791-1219.
Fyrir sumarið 2016 var gefin jákvæð umsögn fyrir sambærilegu leyfi en ef áframhaldandi rekstur væri að ræða þyrfti að óska eftir breytingu á aðal- og deiliskipulagi. Breytingin er nú í ferli. Skipulagsnefnd veitir jákvæða umsögn fyrir rekstri tjaldsvæðis.

Fundi slitið - kl. 16:30.