2206060
Breytingin felst í því að skipulagssvæðið stækkar til suðvesturs úr 1,6 ha í 1,8 ha. Skilgreindir eru fjórir byggingarreitir. Á B1 er heimilt að reisa verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Á B2 og B4 er heimilt að reisa mannvirki, allt að 3,5m að hæð sem þjónusta gestum verslunar- og þjónustusvæðisins. Á B3 er skilgreind lóð undir spennistöð, allt að 3,4m að hæð. Heildarbyggingarmagn svæðisins er óbreytt eða 340 m2.