103. fundur 08. nóvember 2021 kl. 08:30 - 09:34 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason 1. varamaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Sveitarstjórn hefur ákveðið að fara í heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024.
Skipulagsnefnd samþykkir og leggur til við sveitarstjórn að tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra verði kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Steinborg og Fagurholt

2105105

Guðbjörg Garðarsdóttir óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 6 ha svæði undir tvær frístundahúsalóðir. Annars vegar Steinborg sem er 3,7 ha og hins vegar Fagurholt sem er 2,1 ha. Innan lóðar Steinborgar er heildarbyggingarmagn allt að 740 m2 og að hámarki 5 hús. Innan lóðar Fagurholts er heildarbyggingarmagn allt að 420 m2 og að hámarki 3 hús.
Búið er að bregðast við athugasemd Skipulagsstofnunar, dags. 7. október sl. varðandi fjarlægð byggingarreits frá Syðstumerkurá. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Aðalskipulag - Breyting Hlíðarendakot

2106065

Breytingin felur í sér að á jörðinni Hlíðarendakot í Fljótshlíð er landbúnaðarlandi (L) breytt í íbúðabyggð (ÍB) og svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ). Svæðið sem um ræðir er ca 30 ha að stærð.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 23. ágúst 2021. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á mikilvægi þess að framkvæmdir og fráveita á svæðinu hafi ekki áhrif á árnar á svæðinu. Auk þess bendir Umhverfisstofnun á að skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd skuli leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði af. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar og leggur áherslu á að við deiliskipulagsgerð verði skýrt kveðið á um að frágangi við fráveitu verði háttað skv. lögum og reglugerðum þar að lútandi. Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að rökstyðja þurfi hvernig áform um nýja íbúðabyggð samræmist markmiðum lansskipulagsstefnu um að beina vexti íbúðabyggðar að þeim kjörnum sem fyrir eru. Skipulagsnefnd bendir á að breytingin er í beinum tengslum við uppbyggingu atvinnustarfsemi á svæðinu auk þess sem hinar nýju íbúðalóðir verða í nágrenni við núverandi bæjartorfu. Þannig munu þeir innviðir sem fyrir eru verða samnýttir eins og td. vegtengingar. Skipulagsstofnun bendir einnig á að skv. 5. gr. jarðalaga þurfi að taka afstöðu til stærðar svæðis og fyrirhugaðra nýtingaráforma auk áhrifa breyttrar landnotkunar á aðlæg landbúnaðarsvæði. Skipulagsnefnd bendir á að ekki er verið að raska samfelldu landbúnaðarlandi og er mjög lítill hluti landbúnaðarlands undir í skipulagstillögunni. Ekki er heldur verið að skerða landbúnaðarland í flokki 1. Aðlæg landbúnaðarsvæði, þar sem stundaður er hefðbundinn landbúnaður, mun ekki verða fyrir áhrifum breyttrar landnotkunar á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Strönd 2 lóð

2107006

Kjartan Már Benediktsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Strönd 2 L195393. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, og tveimur aukahúsum, td. gestahúsi og geymsluhúsi eða að hámarki 3 hús. Heildarbyggingarmagn er 200 m2.
Tillagan var auglýst frá 23. ágúst 2021 með athugasemdafresti til 29. september 2021. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að vegna fjarlægðar á milli tenginga við veginn að Strönd 2 lóð þá uppfyllir vegtenging inn á lóðina ekki kröfur til héraðsvega. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar en bendir á að nálæg vegtenging er túntenging og tengd landbúnaði. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að greitt aðgengi þurfi að vera að hreinsivirki fráveitu til tæmingar. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd HSL. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svörum við öðrum athugasemdum, eins og þau eru sett fram í skjali dags. 8.11.2021 og felur skipulagsfulltrúa að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör við þeim. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Borgir

2108017

Jón Sigurðsson óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,0 ha svæði í landi Borga L225352 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 12.07.2021.
Tillagan var auglýst frá 1. september 2021 með athugasemdafresti til 13. október 2021. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulag - Breyting Eyvindarholt-Langhólmi

2109025

Breytingin felur í sér að frístundabyggð F-369 minnkar úr 36,2 ha í 9,9 ha. Einnig fækkar frístundahúsalóðum úr 14 í 10.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði afgreidd sem óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag - Seljalandssel

2109053

Fh. landeigenda óskar Oddur Hermannsson eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og í framhaldi að vinna að gerð deiliskipulags í landi Seljalandssels. Nýtt deiliskipulag felst í breytingu á ca 28 ha svæði í frístundabyggð. Gert er ráð fyrir allt að 12 frístundahúsalóðum og byggingarmagn allt að 200 m2 á hverri lóð.
Af tillögunni að dæma virðist aðkoma að frístundasvæðinu vera frá vegi sem liggur að frístundahúsi í landi Syðri-Rota, en tengingin er að öllu leiti í landi Syðri-Rota. Ekki liggur fyrir heimild landeigenda í Syðri-Rotum til nota á fyrrgreindri vegtengingu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fyrir liggi úrlausn á málum er varða vegtengingu að svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til að vinnu við breytingu verði vísað í heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

8.Landskipti - Syðri Úlfsstaðir

2110050

Sigríkur Jónsson óskar eftir því að skipta 8200 m2 lóð út úr jörðinni Syðri-Úlfsstaðir. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Lómatjörn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

9.Deiliskipulag - Ormsvöllur, breyting

2111020

Breytingin tekur til lóðar nr. 2 við Ormsvöll og felur í sér að lóðinni er skipt upp í tvær minni lóðir, Ormsvöll 2a, 2177 m2 og Ormsvöll 2b, 2329 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll 2. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem óveruleg. Skipulagsnefnd leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að ekki er verið að auka byggingarmagn né breyta byggingarskilmálum samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

10.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Efnisnáma E-613

2111021

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr námu E-613 Fífuhvammur. Um er að ræða ca 2500 m3 af grjóti sem nota á við styrkingu á vegum og varnargörðum á svæðinu vegna ágangs Markarfljóts.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis með fyrirvara um samþykki forsætisráðuneytisins þar sem um er að ræða efnisnámu í þjóðlendu.

11.Deiliskipulag - Moldnúpur

2111022

Eyja Þóra Einarsdóttir óskar eftir því að deilskipuleggja ca 1,0 ha lóð úr landi Moldnúps L163783. Á byggingarreit B1 er gert ráð fyrir hesthúsi/reiðskemmu, sambyggðt eða aðskilið, allt að 2000 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Landskipti - Skeggjastaðir

2110042

Svanborg Óskarsdóttir óskar eftir því að skipta 48764,5 m2 lóð út úr jörðinni Skeggjastaðir L163963, í samræmi við mæliblað unnið af Verkfræðistofunni EFLU, dags. 26. maí 2021. Hin nýstofnaða spilda mun fá staðfangið Mýrarvegur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 09:34.