101. fundur 23. ágúst 2021 kl. 08:30 - 10:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag; Ystabæliskot

1606016

Deiliskipulagið í Ystabæliskoti tekur til afmörkunar fimm íbúðarlóða sem hver um sig er ca 3,4 ha. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 3 hús og er heildarbyggingarmagn 300 m2.
Á 99. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir sem snéru ma. að því að ósamræmis gætti við ákvæði aðalskipulags varðandi byggingarmagn og fjölda húsa. Búið er bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar í uppfærðri deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hallskot 12, umsókn um byggingarleyfi

1908023

Guðrún Stefánsdóttir kt. 070757-4789 fh. Pálínu M Gunnlaugsdóttir kt. 020187-2479 , sækir um byggingarleyfi fyrir 89,7 m2 sumarhúsi á lóðinni Hallskot 12 (L164106), skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Teiknistofunni Strikið dags. 20. júní 2021
Byggingarleyfisumsókn hefur verið grenndarkynnt og bárust athugasemdir er varða m.a. stærð og staðssetningu mannvirkis og þ.a.l. ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Í ljósi athugasemda leggur skipulagsnefnd til að ósk um byggingarleyfi verði hafnað.

3.Deiliskipulag; Lambafell

1909104

Um er að ræða nýtt deiliskipulag, um 6,0 ha að stærð, fyrir hluta jarðarinnar Lambafell L163699 og Lambafell lóð 8 L200484. Skilgreind verður ein ný lóð, Lambafell 2 þar sem áformað er að reisa hótel með allt að 60 herbergjum fyrir allt að 130 gesti ásamt gestamóttöku, veitingasölu, aðstöðu fyrir starfsmenn auk heilsulindar. Lambafell lóð 8 verður stækkuð og útbúnir tveir byggingarreitir. Á byggingarreit B-01 er gert ráð fyrir 25 smáhýsum til útleigu með heildarbyggingarmagni allt að 350 m2. Á byggingarreit B-02 stendur gamla bæjarhúsið sem verður nýtt sem þjónustumiðstöð. Einnig verður heimild fyrir stækkun gamla íbúðarhússins um allt að 50 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 50 m2 aðstöðuhúsi og baðaðstöðu.
Tillagan var auglýst frá 30. júní 2021 með athugasemdafresti til 11. ágúst 2021. Í athugasemd Heilbriðgiseftirlits suðurlands er mælst til þess að staðsetning hreinsivirkis sé innan skipulagssvæðis. Í athugasemd Vegagerðarinnar er lagt til að vegtenging við Seljavallaveg verði sem næst hornrétt frá Lambafellsvegi. Búið er að bregðast við fyrrgreindum athugasemdum í uppfærðri tillögu skipualgsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Völlur 1

2103105

Fh. landeigenda óskar Jón Valur Jónsson eftir því að deiliskipuleggja ca. 22 ha svæði jarðarinnar Völlur 1 undir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir alls 21 lóð undir frístundahús.
Skipulagsnefnd fer yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við athugasemdum. Afgreiðslu málsins frestað.

5.Deiliskipulag - Steinborg og Fagurholt

2105105

Guðbjörg Garðarsdóttir óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 6 ha svæði undir tvær frístundahúsalóðir. Annars vegar Steinborg sem er 3,7 ha og hins vegar Fagurholt sem er 2,1 ha. Innan lóðar Steinborgar er heildarbyggingarmagn allt að 740 m2 og að hámarki 5 hús. Innan lóðar Fagurholts er heildarbyggingarmagn allt að 420 m2 og að hámarki 3 hús.
Tillagan var auglýst frá 30. júní 2021 með athugasemdafresti til 11. ágúst 2021. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að gera þurfi grein fyrir hættu sem stafar af vatnsflóðum og jökulhlaupum á svæðinu. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í athugasemd Minjastofnunar Íslands kemur fram að færa þurfi útlínur fornleifa inn á skipulagsuppdrátt. Búið er að bregðast fyrrgreindum athugasemdum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Landskipti - Borgareyrar

2108009

S.Þ. Guðmundsson ehf óskar eftir að skipta 28515,7 m2 landspildu út úr Borgareyrum L163747 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 22.07.2021. Hin nýja spilda fær staðfangið Suðureyrar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

7.Landskipti - Seljavellir 1c

2108015

Þráinn Guðmundsson óskar eftir því að stofna 4633 m2 landspildu út úr Seljavöllum L172618 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 19.07.2021. Hin nýja spilda fær staðfangið Seljavellir 1d. Einnig er óskað eftir því að breyta staðfangi á Seljavellir L172618 í Seljavellir 1c.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang á hinni nýju spildu. Ekki er gerð athugasemd við breytingu á staðfangi á L172618.

8.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Borgir

2108017

Jón Sigurðsson óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,0 ha svæði í landi Borga L225352 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 12.07.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Aðalskipulag - Breyting Mið-Dalur A2 og A4

2108018

Breytingin felur í sér að á lóðunum Mið-Dalur A2 og A4 er landbúnaðarlandi (L) breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ). Svæðið sem um ræðir er ca 3,5 ha að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Breytt skráning landeignar - Rauðafell 2 lóð

2108033

Hlynur Örn Sigurðsson fh. landeigenda, óskar eftir því að ytri mörk lóðarinnar Raufarfell 2 lóð L198000 verði staðfest, eins og þau eru sett fram á uppdrætti, unnum af Landnot ehf, dags. 19.07.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að landamerki lóðarinnar verði staðfest eins og þau koma fram á meðfylgjandi uppdrætti.

12.Framkvæmdaleyfi - Austurvegur 12

2108038

Guðmundur Úlfar Gíslason, fh. Rangárþings eystra, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu við nýbyggingu leikskóla við Austurveg 12.
Skipulasgnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum á Hvolsvegi 7, 9, 9a og 11 og íbúum Stóragerðis 29.

Fundi slitið - kl. 10:00.