1909104
Um er að ræða nýtt deiliskipulag, um 6,0 ha að stærð, fyrir hluta jarðarinnar Lambafell L163699 og Lambafell lóð 8 L200484. Skilgreind verður ein ný lóð, Lambafell 2 þar sem áformað er að reisa hótel með allt að 60 herbergjum fyrir allt að 130 gesti ásamt gestamóttöku, veitingasölu, aðstöðu fyrir starfsmenn auk heilsulindar. Lambafell lóð 8 verður stækkuð og útbúnir tveir byggingarreitir. Á byggingarreit B-01 er gert ráð fyrir 25 smáhýsum til útleigu með heildarbyggingarmagni allt að 350 m2. Á byggingarreit B-02 stendur gamla bæjarhúsið sem verður nýtt sem þjónustumiðstöð. Einnig verður heimild fyrir stækkun gamla íbúðarhússins um allt að 50 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 50 m2 aðstöðuhúsi og baðaðstöðu.