100. fundur 08. júlí 2021 kl. 08:30 - 09:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
  • Rafn Bergsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir fjölnota íþróttahús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut og aðkomu að grunnskólanum m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.
Á 97. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir sem snéru ma. að því að merkja þyrfti þekktar jarðskjálftasprungur inn á uppdrátt ásamt öðrum minniháttar athugasemdum. Búið er bregðast við öllum athugasemdum Skipulagsstofnunar í uppfærðri deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur á Hvolsvelli

1912031

Um er að ræða nýtt deiliskipulag af svokölluðum Ofanbyggðarvegi. Vegurinn mun liggja frá hringtorgi við Þjóðvegi nr. 1, sem staðsett verður vestan við Hvolsvöll. Frá hringtorginu mun vegurinn liggja norður fyrir byggðina á Hvolsvelli og tengjast Nýbýlavegi.
Tillagan var auglýst frá 1. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní 2021. Í athugasemd Landsnets kemur fram að greina þurfi frá legu og umfangi háspennulína og kvöðum sem gilda um helgunarsvæði þeirra vegna nálægðar við fyrirhugað vegstæði hins nýja vegar. Einnig þurfi að setja skilmála um framkvæmdir og umgengni um helgunarsvæðin. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Landsnets og hefur verið brugðist við þeim í uppfærðri tillögu skipulagsins. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að merkja þurfi inn á uppdrátt veghelgunarsvæði, sem er 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vegar. Búið er að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar í uppfærðri skipulagstillögu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Aðalskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur

2004012

Fyrirhuguð er breyting á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Meginmarkmið breytingarinnar er að skilgreina nýjan veg sem mun tengja betur byggðina á Hvolsvelli við íþróttasvæði ásamt því að létta á umferð um þjóðveg 1 í gegnum þéttbýlið og auka umferðaröryggi.
Tillagan var auglýst frá 1. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní 2021. Í athugasemd Landsnets kemur fram að greina þurfi frá legu og umfangi háspennulína og kvöðum sem gilda um helgunarsvæði þeirra vegna nálægðar við fyrirhugað vegstæði hins nýja vegar. Einnig þurfi að setja skilmála um framkvæmdir og umgengni um helgunarsvæðin. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Landsnets og hefur verið brugðist við þeim í uppfærðri tillögu. Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit suðurlands og Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulag - Breyting Hlíðarendakot

2106065

Breytingin felur í sér að á jörðinni Hlíðarendakot í Fljótshlíð er landbúnaðarlandi (L) breytt í íbúðabyggð (ÍB) og svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ). Svæðið sem um ræðir er ca 30 ha að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Landskipti - Múlakot 1

2106112

Múlakot 1 Fljótshlíð ehf óskar eftir því að skipta ca 300 m2 lóð út úr jörðinni Múlakot 1 L164048 skv. uppdrætti unnum af Landark, dags. 20.06.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Staðfangið á hinni nýstofnuðu lóð verður Flugtún 5.

6.Beiðni um umsögn - Ask-breyting Minna-Hof, Rangárþingi ytra

2106115

Óskað er eftir umsögn Rangárþings eystra vegna breytingar á landnotkun í landi Minna-Hofs, Rangárþingi ytra.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra varðandi landnotkun í landi Minna-Hofs.

7.Landskipti - Ásólfsskáli

2106121

Katrín Birna Viðarsdóttir óskar eftir því að skipta 3389,8 m2 lóð út úr Ásólfsskála L163743 skv. meðfylgjandi lóðablaði, dags. 31.05.2021. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Ásólfsskáli 4.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

8.Landskipti - Ásólfsskáli land B

2106123

Katrín Birna Viðarsdóttir óskar eftir því að skipta 583,1 m2 lóð út úr Ásólfsskála land B L214930 skv. meðfylgjandi lóðablaði, dags. 31.05.2021. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Ásólfsskáli millispilda og mun sameinast Ásólfsskála 3 L223014.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

9.Deiliskipulag - Strönd 2 lóð

2107006

Kjartan Már Benediktsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Strönd 2 L195393. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, og tveimur aukahúsum, td. gestahúsi og geymsluhúsi eða að hámarki 3 hús. Heildarbyggingarmagn er 200 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Landskipti - Sóltún

2107012

Sigrún Þórarinsdóttir óskar eftir að skipta ca 1,0 ha lóð út úr Sóltúni L226441 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA. Hin nýja lóð fær staðfangið Sóltún 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

11.Landskipti - Búðarhóll

2107013

Sigurður Guðjónsson óskar eftir því að skipta ca 1,0 ha spildu út úr jörðinni Búðarhóll L163850 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Búðarhóll 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Samkvæmt uppdrætti er staðfang hinnar nýju spildu Nónhóll en ekki Búðarhóll 3.

Fundi slitið - kl. 09:30.