66. fundur
16. apríl 2025 kl. 08:00 - 09:37 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
Tómas Birgir Magnússonvaramaður
Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
Baldur Ólafssonaðalmaður
Elvar Eyvindssonaðalmaður
Guðmundur Ólafssonaðalmaður
Guri Hilstad Ólasonaðalmaður
Sigurður Þór Þórhallssonaðalmaður
Starfsmenn
Þóra Björg RagnarsdóttirSkipulagsfulltrúi
Magnús Þór Einarsson
Fundargerð ritaði:Þóra Björg RagnarsdóttirSkipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að fá að bæta dagskrá lið 15, málsnúmer 2211022.
Samþykkt samhljóða.
1.Merkjalýsing - Bergþórshvoll 3
2504025
Verið er að stofna nýja lóð undir íbúðarhús að Bergþórshvoli, L163930. Hin nýja lóð verður 31988,59 m² og fær staðfangið Bergþórshvoll 3.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
2.Merkjalýsing - Bergþórshvoll 2
2503029
Verið er að stofna nýja lóð undir íbúðarhús að Bergþórshvoli, L163930. Hin nýja lóð verður 15140,9 m² og fær staðfangið Bergþórshvoll 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
3.Merkjalýsing - Rauðuskriður
2503101
Verið er að stofna nýja lóð undir gestahús að Rauðuskriðum, L164057. Hin nýja lóð verður 8846,7 m² og fær staðfangið Rauðuskriður 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
4.Framkvæmdarleyfi - Borhola
2503031
Landeigandi óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir borholu að Brú.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að framkvæmdarleyfi verði veitt með fyrirvara um að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í B-deild.
5.Framkvæmdarleyfi - Hitaveitulögn frá Djúpadal að Hvolsvelli
2504009
Veitur ohf. óska eftir framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á hitaveitulögn frá Djúpadal að Hvolsvelli. Framkvæmdin er áfangaskipt en til stendur að svera lögnina frá Djúpadal að Stórólfsvelli, L235053, í sumar. Sumarið 2026, stendur til að svera lögnina frá Stórólfsvelli að kyndistöðinni á Hvolsvelli.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt.
6.Aðalskipulag - Miðeyjarhólmur
2404212
Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að taka um 150 ha úr landbúnaðarlandi (L1 og L2) í skógræktarsvæði (SL).
Við yfirferð Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl 2025, er gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna, að með breytingunni sé sveitarfélagið að slíta gott og úrvalslandbúnaðarland og að sveitarfélagið skuli taka afstöðu til 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Með tilliti til stefnu ríkisins um að binda kolefni tekur sveitarfélagið jákvætt í að skógrækt verði heimiluð á svæðinu. Nefndin telur að breytingin hafi ekki áhrif á nálægð landbúnaðarsvæði og nýtingu þeirra. Einnig er takmörkuð eftirspurn eftir landi til kornræktar auk þess að hægt er að endurheimta land til jarðræktar eftir skógrækt með tilkostnaði. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að stærð svæðisins sé eftir þörf og ítrekar að framkvæmdin sé áfangaskipt og að sveitarfélagið hafi heimild á að úttekt fari fram áður en framkvæmdir hefjast og því ljóst að ræktunin sé til nokkurra ára.
Samþykkt af BO, TBM, EE, SÞÞ og GO. GHO situr hjá við afgreiðslu málsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send aftur til Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með aðalskipulagslýsingunni er gert ráð fyrir að frístundasvæðið F36 og verði að verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Seljalandssel.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Vegagerðinni og leggur til við sveitarstjórn að farið verði fram á að samgöngumat fyrir svæðið, frá Markarfljóti til og með Sandhólmavegi verður unnið samhliða deiliskipulagstillögum.
Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að taka 5 ha svæði úr landbúnaðarnotkun í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Vegagerðinni og leggur til við sveitarstjórn að farið verði fram á að samgöngumat fyrir svæðið, frá Markarfljóti til og með Sandhólmavegi verður unnið samhliða deiliskipulagstillögum.
Deiliskipulagstillagan tekur til 2 ha lóðar í landi Kirkjulækjarkots, Bakki 1. Heimilt verður að byggja fimm byggingar á lóðinni, s.s. íbúðarhús, gestahús, skemmu, gróðurhús eða gripahús, hámarksbyggingarmagn er allt að 1000 m² og hámarkshæð húsa er 6,5 m miðað við gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af Hlíðarvegi og Hvolsvegi og gerir ráð fyrir hringtorgi við gatnamótin á svæðinu. Með deiliskipulaginu verður hluti af mannvirkjum víkjandi en gert er ráð fyrir 8-12 íbúðum á tveimur hæðum með risi. Hámarkshæð verður 7,5 og heildarbyggingarmagn verður 1728 m². Á þegar byggðum lóðum er gert ráð fyrir byggingarreitum og nýtingarhlutfalli en einnig verður heimilt að byggja bílskúr eða aukahús allt að 50 m².
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna húsakönnun á svæðinu.
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis við Ormsvöll og Dufþaksbraut. Núverandi hesthúsalóðir eru víkjandi og er áformað að breyta lóðum í atvinnulóðir um leið og lóðum er fækkað og þær stækkaðar. Gert er ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Ormsvalla og Hlíðarvegar og hefur það áhrifá Ormsvöll 27 og Hlíðarveg 16. Hámarkshæð húsa fer úr 6 m í 7 m.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 17. febrúar til og með 3. apríl 2025. Umsagnri bárust frá lögbundunum umsagnaraðilum en engar athugasemdir voru gerðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin tekur til 40 lóða við Langanesbyggð, F1. Heimilt verður að reisa alltað 4 hús, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Mænisstefna og húsgerðir eru frjálsar en hámarkshæð byggingar er 5 m. Hámarksbyggingarmagn er allt að 300 m² á hverri lóð. Ekki er heimilt að vera með rekstur á frístundarsvæðinu.
Með deiliskipulagsbreytingunni falla gildandi deiliskipulög úr gildi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og leggur til við sveitarstjórnað tillagan verði kynnt fyrir lóðarhöfum og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.Deiliskipulag - Ytri-Skógar, tjaldsvæði og bílastæði
2411077
Deiliskipulagstillagan nær til afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF53) við Ytri-Skóga. Tillagan tekur til 7,5 ha tjaldsvæðis, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðuhúsi, bílastæðum fyrir húsbíla, leiksvæðum og salernisaðstöðu. Breytingin tekur einnig til stækkunar á lóðum við Skógarfossveg 2 til 7 (Fosstún í deiliskipulagstillögunni) auk þess að ferðþjónustulóðir sunnan við félagsheimili Fossbúðar verði felld úr gildi og í staðinn er gert ráð fyrir stækkun á núverandi bílastæði.
Deiliskipulagsbreytingin var kynnt fyrir lóðarhöfum, send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 17.febrúar til og með 3. apríl 2025. Brunavarnir Rangárvallasýslu benda á að burðaþol aðkomuleiða skuli vera 32 tonn og að trjágróður skuli ekki hindra aðkomuleiðir. Vegagerðin bendir á að æskilegt er að hafa nýja vegtenginu eins fjarri Hringvegi og kostur er og að túntengingin á móti er óæskileg og það þurfi að loka túntengingunni með hliði og fjarlægja plan. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við tillöguna. Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur leggja til að bæta útsýni að Skógafossi með grisjun á skógrækt við tjaldsvæðið. Rangárþing ytra gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Náttúruverndarstofnun fagnar áformunum en bendir á að tillaga um afmörkun jaðarsvæðis þyrfti að koma fram á uppdrættinum, hönnun bygginga skuli taka tillit til sérstakrar verndar við Skógafoss. Stofnunin fjallar einnig um mengun út frá fráveitu, efnaval við þrif, vatnaáæatlun 2022-2027 og að lokum er óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um endurheimt náttúrulegrar ásýndar innan marka friðlýsta svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með ofangreindum umsögnum, túntengingin verður lokuð og læst en bendir á að umrætt plan í umsögn Vegagerðarinner er rúllustæði. Nefndin tekur undir að áframhaldandi samvinna sveitarfélagsins og Náttúruverndarstonunar skuli miðast að endurheimt friðlýstasvæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Núpsbakki 2,L178799 eru teveir skikar sem nú er verið að stofna nýtt landnúmer fyrir syðri skikann. Hin nýja spilda verður 135107 m² að stærð og lagt er til að spildan fái staðfangið Núpsbakki 5.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
Samþykkt samhljóða.