46. fundur 14. maí 2024 kl. 12:30 - 14:26 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
 • Baldur Ólafsson aðalmaður
 • Bjarki Oddsson aðalmaður
 • Elvar Eyvindsson aðalmaður
 • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
 • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
  Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
 • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björk Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Formaður nefndarinnar óskar eftir að bæta við dagskrálið 15 á dagskrá.

1.Þórsmörk - Framtíðarmöguleikar

2310103

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið hefji skoðun á fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð skv. lögum um náttúruvernd og að stofnaður verði samstarfshópur ráðuneytis, sveitarfélagsins, Lands- og skógar og annarra hagsmunaaðila um það samtal. Þar sem um þjóðlendu er að ræða þyrfti jafnframt að tryggja aðkomu forsætisráðuneytis að hópnum. Megin hlutverk hópsins yrði að meta kosti og galla þess að stofnaður verði þjóðgarður á Þórsmerkursvæðinu og þar sem verði m.a. metin samfélagsleg áhrif, áhrif á þróun ferðaþjónustunnar, umhverfi, og efnahagsleg áhrif.

2.Tillaga B-lista um endurbætur á göngustígum í Tunguskóg

2404162

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Ungmennaþing haust 2023

2310003

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar góða yfirferð.

4.Deiliskipulag - Álftavatn

2402172

Deiliskipulagstillagan nær til tveggja byggingarreita B1 og B2 í landi Álftavatns, L198192 (áður Vatnahjáleiga). Á byggingarreit B1 verður heimild fyrir 300 m² íbúðarhús, 500 m² hesthús og 500 m² skemmu. Hámarkshæð mænis verður allt að 8 m. Á byggingarreit B2 verður heimilt að byggja sex 80 m² gestahús og hámarks mænishæð verður 5 m. Tillagan gerir einnig ráð fyrir 3 ha. skógræktarsvæði við B2.
Tillagan var auglýst og send til lögbundinna umsagnaraðila frá 27. mars til og með 9. maí 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir við tillöguna, Vegagerðin bendir á að málsetja skuli veghelgunarsvæði og að tengingar við þjóðveg séu háðar samþykki Vegagerðarinnar. Umhverfisstofnun bendir á að svæðið er á náttúruminjaskrá og svæðið er skilgreint sem mikilvægt fuglasvæði sem hefur verið bætt við í greinargerð en fyrirhuguð uppbygging nær ekki til votlendis og hefur því síður áhrif. Umhverfisstofnun bendir einnig á að skógrækt getur haft neikvæð áhrif á fuglalíf fyrir fugla sem nýta sér flatlendi. Að mati nefndarinnar er fyrirhugað skógræktarsvæði er á ákjósanlegum stað innan landareignar að mati nefndarinnar. Umsagnir bárust ekki frá öðrum umsagnaraðilum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði yfirfarin og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Deiliskipulagsbreytingin tekur til þriggja landeigna við Eystra-Seljaland, F1, F2 og F3. Á F1 verður heimilt að byggja gestahús ásamt þjónustu- og starfsmannaaðstöðu, hámarksbyggingarmagn verður 600 m² með 6 m hámarks mænishæð. Á F2 verður heimilt að byggja allt að 2.000 m² gisti- og þjónustuhús með 50 herbergjum og allt að 9 m. mænishæð.
Við yfirferð Skipulagsstofnunar, dags. 15. febrúar 2024, kemur fram að sýna þurfi deiliskipulagsuppdrátt sem samþykktur var af sveitarstjórn 14. febrúar 2013, skilgreina skuli vatnsból sem er sýnt á uppdrætti og gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum í samræmi við 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Deiliskipulagshönnuður hefur einnig sent inn tilkynningu um ákvörðun um matsskyldu sem er í ferli.
Í greinargerð kemur fram að vatnsverndarsvæði sé í 5 m radísu komi til að bora eftir vatni innan landeignar. Fjallað hefur verið ítarlegar um umhverfisáhrif á svæðinu og
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á að skipulagsmörk hafa verið leiðrétt og eru nú skv. eignarhaldi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 50 frístundarlóðum, verslunar- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.

7.Deiliskipulag - Brú

2305071

Deiliskipulagstillagan nær yfir þrjú svæði frístundarbyggð, hótelbyggingu og býlið sjálft. Á frístundarsvæðið gerir ráð fyrir 40 lóðum þar sem heimilt verður að byggja frístundarhús á einni hæð með risi, ásamt gestahúsi, geymslu og gróðurhúsi. Hámarkshæð frístundahúsa verður 6,5 m en húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti. Einnig er gert ráð fyrir um 2.500 m2 hótelbyggingu og hámarkshæð verður allt að 6 m. Ekki er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum fyrir þegar byggð mannvirki við Brú.

8.Aðalskipulag - Tjaldsvæði Hvolsvallar

2405030

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi en verið er að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðisins AF55, fyrir tjaldsvæði Hvolsvallar.

9.Aðalskipulag - Miðeyjarhólmur

2404212

Óskað er eftir heimild til að fara í aðalskipulagsbreytingu á Miðeyjarhólma, L163408. Verið er að breyta um 150 ha landbúnaðarlandi (L1) í Skógræktarsvæði(S).
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send tilumsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112

2404020F

 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir umsóknina með fyrirvara á að skriflegt samþykki lóðareigenda aðliggjandi lóða liggi fyrir.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytta skráningu landeignar
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytta skráningu landeignar
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113

2404030F

 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Gámasvæði við Dufþaksbraut 11a er skilgreint sem geymslu svæði fyrir gáma skv. deiliskipulagi og því ekki heimilt að koma fyrir stöðuhýsum. Veittur er frestur til 5. júní 2024 til að fjarlægja stöðuhýsin.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
  Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
  athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

  - Undirritaðir aðaluppdrættir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
  - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
  - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

12.Samtal við framkvæmdarstjóra ferðaþjónustunnar

2405047

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að boðað verði til sameiginlegs fundar Sveitarstjórnar, Skipulags- og umhverfisnefndar og markaðs- og menningarnefndar með Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór mun fara yfir stöðu og horfur í ferðaþjónustunni, með sérstöku tilliti til hagsmuna Rangárþings eystra og ræða nánar ýmsa þætti eftir því sem áhugi er á.

Fundi slitið - kl. 14:26.