47. fundur 11. maí 2022 kl. 16:00 - 17:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
Harpa Mjöll Kjartansdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hennar stað

1.17. júní hátíðarhöld 2022

2203050

Menningarnefnd auglýsti eftir áhugasömum umsjónaraðilum til að halda utan um 17. júní hátíðarhöldin á Hvolsvelli. Ein umsókn barst frá Sigurgeir Skafta Flosasyni.
Menningarnefnd samþykkir að fela Sigurgeir Skafta Flosasyni umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Hvolsvelli sbr. umræður á fundinum.

2.Kjötsúpuhátíð 2022

2203051

Kjötsúpuhátíðin 2022 verður haldin 26. - 28. ágúst. Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir umsjónaraðila til að sjá um hátíðina. Ný Menningarnefnd mun svo gera samning við þann aðila þegar hún tekur til starfa.

3.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Afrekshugur: Friðrik fór yfir stöðu mála. Verið er að vinna að hönnun stöpuls undir styttuna. Menningarnefnd fagnar því hversu vel á veg vinna við verkefnið er komin og hlakkar til að fylgjast með næstu skrefum.

Fráfarandi menningarnefnd hvetur nýja menningarnefnd til að halda vel utan um verkefnið og fylgja því eftir.



Fundi slitið - kl. 17:15.