37. fundur 02. desember 2020 kl. 14:00 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Beiðni um styrk vegna streymis á tónleikum á Gamlárskvöld

2011083

Menningarnefnd tók fyrir umsókn Andra Geirs Jónssonar um styrk vegna upptöku á tónleikum sem sendir yrðu út á Gamlárskvöld. Menningarnefnd hafnar umsókninni á þeim grundvelli að ekki er hægt að taka afstöðu til umsóknarinnar vegna ófullnægjandi gagna. Menningarnefnd hvetur umsóknaraðila til að sækja um í Menningarsjóð Rangárþings eystra að vori eða Uppbyggingarsjóð Suðurlands.

2.Tónleikar í streymi á aðventunni

2011101

Fyrir liggur umsókn og kostnaðaráætlun vegna streymis á tónleikum með flytjendum úr Rangárþingi eystra. Menningarnefnd þakkar fyrir vel unnin gögn og samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð 350.000 kr. sem eru eftirstöðvar úr Menningarsjóð Rangárþings eystra 2020. Menningarnefnd fagnar framtakinu og óskar tónlistarfólkinu góðs gengis.

3.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Kjötsúpuhátíð 2021: Rætt er um að byrja undirbúning sem fyrst á nýju ári. Ákveðið er að funda í janúar með umræddum aðilum sem sýnt hafa áhuga á að koma að hátíðinni.

17. júní: Menningarnefnd leggur til að nefndin og Íþrótta- og æskulýðsnefnd fundi saman um hátíðina í janúar eða febrúar.

Styrkur til samvinnu Íslendinga og Pólverja á sviði menningarmála: Í Rangárþingi eystra býr stór hópur Pólverja og menningarnefnd vill kanna hvort mögulegt sé að vinna að verkefni sem væri styrkhæft. Ákveðið er að auglýsa eftir hugmyndum og/eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka þátt í verkefni sem þessu.

Fundi slitið - kl. 15:30.