72. fundur 22. október 2025 kl. 17:30 - 19:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir varaformaður
  • Ástvaldur Helgi Gylfason aðalmaður
  • Bjarni Daníelsson formaður
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Heilsustígurinn - umræður um staðsetningu

2112014

Magnús Þór Einarsson garðyrkjustjóri RE verður gestur og ræðir hugmyndir um Heilsustíginn.
Magnús Þór fór yfir stöðuna á heilsustígnum og sýndi myndir af ástandi hans. Sumar stöðvar voru í góðu lagi en aðrar þarfnast mikils viðhalds. Ýmsar hugmyndir ræddar ma. færa sumar stöðvarnar til og hafa á græna svæðinu bak við skólann. Merkispjöldin þurfa ekki að vera. QR kóði á tækinu sjálfu sem sýnir hugmyndir af æfingum.
Fjarlæga strax það sem er ónýtt og laga undirlag þar sem þess þarf.



2.Frístundastyrkur

2411060

Sveitarstjórn tók vel í þá hugmynd HÍÆ nefndar að koma með tillögu að Frístundastyrk fyrir börn og ungmenni í Rangárþingi eystra.
Nefndin fór yfir gögn frá öðrum sveitarfélögum og ræddi sín á milli. Fyrstu drög að tillögum til sveitarstjórnar. Verður klárað á næsta fundi.

3.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2210063

Skoða þarf reglur íþrótta- og afrekssjóðs Rangárþings eystra.
Málinu frestað til næsta fundar.

4.Umsókn um styrk vegna íþróttastarfs

2510056

Skákdeild Dímonar óskar eftir styrk til tækjakaupa.
Ákveðið var að fresta þessu máli og taka upp á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:00.