10. fundur 21. júní 2023 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
 • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
 • Rafn Bergsson
 • Lea Birna Lárusdóttir
 • Guðni Ragnarsson
  Aðalmaður: Heiðbrá Ólafsdóttir
 • Ásta Brynjólfsdóttir
 • Ágúst Leó Sigurðsson
 • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
 • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Árný Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Starfsmenn
 • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Karólína Viðarsdóttir Formaður Fjölskyldunefndar
Dagskrá

1.Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

2306063

Hugrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Kötlusetri, Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs og Þórður Freyr Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Sass koma til fundar. Þau kynna Aðgerðaráætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins, samstarfsverkefni Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Sass.
FJölskyldunefnd þakkar þeim Hugrúnu, Hörpu og Þórði fyrir kynninguna. Nefndin ákveður að taka næstu skref á fyrsta fundi haustsins.

Samþykkt samhljóða.

2.Samtökin 78; Tillaga að samning um fræðslu

2306054

Fjölskyldunefnd leggur til að fundað verði með Samtökunum 78 ásamt fulltrúum frá Odda bs. í haust.

Samþykkt samhljóða.

3.Gamli róló á Hvolsvelli

2306014

Áhugasamir foreldrar í Rangárþingi eystra leggja til að farið verði í betrum bætur á Gamla róló skv. meðfylgjandi tillögum.
Fjölskyldunefnd þakkar erindi áhugasamra foreldra. Formanni nefndarinnar er falið að hafa samband við Umhverfis- og garðyrkjustjóra.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindi starfsmanna yngsta stigs Hvolsskóla

2306064

Fjölskyldunefnd vísar erindinu til sveitarstjóra til úrlausnar í samstarfi við skólastjóra. Fjölskyldunefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu mála.

Samþykkt samhljóða.

5.Beiðni um umsögn sveitarfélags er varðar Hvolsskóla

2306038

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:00.