130. fundur 06. mars 2025 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Merkjalýsing - Brú, við Auraveg

2501071

Landeigandi óskar eftir afmörkun landeignarinnar Brú, L163848.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu.

2.Merkjalýsing - Eyland

2306040

Óskað er eftir að stofna lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Upprunalandið er Eylandi, L163935.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu.

3.Umsókn um stöðuleyfi - Austurvegur 19

2502053

Lóðarhafi óskar eftir stöðuleyfi fyrir vinnuskúr í byggingu við Austurveg.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 6 mánaða frá dagsetningu 1. mars 2024.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - C-gata 12 - Umfangsflokkur 1

2502071

Lóðarhafi óskar efftir byggingarheimild fyrir 171,0 m² hesthúsi að Miðkrika, C-gata 12. Guðmundur Úlfar Gíslason skilar inn aðaluppdráttum í febrúar 2025.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærðurábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd. í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Símonarsel - Umfangsflokkur 2

2503013

Landeigandi óskar eftir byggingarleyfi fyrir 68,6 m² íbúðarhúsi að Símonarseli, L226650. Emil Þór Guðmundsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 3. mars 2025.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 3 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hvolsvegur 5 - Flokkur 2,

2408071

Framkvæmdin er í umfangsflokki 3 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.

- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd

- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Syðsta-Mörk 163803 - Umfangsflokkur 1

2412008

Landeigandi óskar eftir breyttri notkun á véla- og verkfærageymslu, matshluta 04 í fasteignaskrá. Með breytingunni er gert ráð fyrir framleiðslulínu á ætri verndarhúð fyrir grænmeti sem unnin er úr örþörungum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytta notkun mannvirkis.

Fundi slitið - kl. 12:00.