178. fundur Byggðarráðs
haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 28. febrúar 2019 og hófst hann kl. 08:15.


Fundinn sátu:
Elín Fríða Sigurðardóttir, Christiane L. Bahner, Lilja Einarsdóttir, Anton Kári Halldórsson, Margrét Jóna Ísólfsdóttir og Árný Lára Karvelsdóttir.

Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir, Skrifstofu- og fjármálastjóri.



Dagskrá:
1. Erindi um tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands - 1902323
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óskar eftir tilnefningu fjögurra fulltrúa á fund samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands. Um er að ræða tvo kjörna fulltrúa og tvo aðra fulltrúa úr sveitarfélaginu. Samráðsvettvangurinn mótar þær áherslur sem unnið verður eftir í Sóknaráætlun Suðurlands á tímabilinu 2020-2024.
Byggðarráð Rangárþings eystra lýsir ánægju sinni með að víðtækt samráð verði haft um stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands.
Byggðarráð leggur til að erindunu verði frestað til næsta sveitastjórnarfundar.

2. Áskorun til sveitarfélagsins; losun á slátturúrgangi og ástand folfvallar - 1902315
Skorað er á sveitarfélagið að nýta slátturúrgang sem fellur til á sumrin til uppgræðslu t.d. á Þveráraurum.
Ábending til sveitarfélagsins um ástand frispígólfvallarins. Teigar eru byrjaðir að láta á sjá og líklegt að ástand þeirra muni vesna með vorleysingum.
Byggðarráð þakkar ábendingarnar og tekur vel í erindið. Erindinu um sláttuúrgang til landbóta vísað til Skipulags- og byggingarfulltrúa til frekari útfærslu og kostnaðaráætlunar.
Sveitastjóra falið að koma lagfæringu á folf velli í farveg hið fyrsta og finna viðhaldi vallarins farveg til framtíðar.
Samþykkt samhljóða.

3. Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks - 1902335
Öryrkjabandalag Íslands sendir öllum sveitarfélögum á landinu eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hefur sveitarfélagið skipað í notendaráð eftir að lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir voru sett?
1.1. Ef svo er, hvernig er skipan notendaráðsins háttað?
1.2. Ef ekki, hvenær og hvernig er áætlað að skipa í ráðið.
2. Hvert er áætlað hlutverk notendaráðsins? Að hvaða ákvarðanatökum mun notendaráðið koma og þá með hvaða hætti?
Á þjónustusvæði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, Bergrisanum, er starfrækt notendaráð sem í sitja sex einstaklingar. Allir sem hafa setu í ráðinu eru með þroskahömlun. Allir fulltrúar notendaráðs hafa farið á námskeið hjá Fræðslunetinu og heldur starfsmaður hjá fræðslunetinu utan um starf notendaráðs og þeim þannig til handar í störfum sínum. Verkefni notendaráðs eru meðal annars að gefa álit á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi og geta þau einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði.

Á þjónustusvæðinu er einnig starfræktur samstarfshópur sem í sitja þrír sveitastjórnarmenn sem kosnir voru á aðalfundi Bergrisans og aðilar frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks á Suðurlandi.
Sveitastjóra falið að svara fyrirspurninni.
Samþykkt samhljóða.

4. 40. fundur Fræðslunefndar; 12. febrúar 2019 - 1902319
Liður 9.
Upphaf skólagöngu elstu barna leikskólans
Sú nýbreytni sem viðhöfð var á skólaárinu 2018-2019 að taka á móti elstu börnum leikskóla í skólann frá ágúst byrjun gekk vel og hvetur fræðslunefnd sveitarstjóra til þess að samþykkja sama fyrirkomulag á næsta ári. Auk þess að gera könnun hvort foreldrar yngstu grunnskólabarna hefðu áhuga á að nýta skólaskjól á sama tíma.

Byggðarráð samþykkir að tekið verði á móti elstu börnum leikskóla með sama fyrirkomulagi og haustið 2018 í Hvolsskóla.
Sveitastjóra, í samvinnu við skólastjóra, falið að kanna hvort framkvæmanlegt er að taka á móti yngstu grunnskólabörnunum.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð staðfest að öðru leiti.

5. 12. fundur Ungmennaráðs; 16.11 2018 - 1902314
Fundargerð staðfest í heild.

6. 13. fundur Ungmennaráðs; 18.12.2018 - 1902316
Liður 1
Ærslabelgur
Byggðarráð felur sveitarstjóra, ásamt Íþrótta og æskulýðsfulltrúa, að vinna áfram að málinu og skoða mögulegar útfærslur.
Liður 2
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með að ungmennaráð standi fyrir málþingi.
Önnur mál, c liður
Málinu vísað til deiliskipulagsgerðar á skóla og íþróttasvæði en sú vinna er nú þegar hafin.
Önnur mál, d liður
Sveitastjóra falið að vinna að úrbótum í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð staðfest í heild.

7. 14. fundur Ungmennaráðs; 15.2.2019 - 1902317
Liður 7
Byggðarráð felur sveitarstjóra, í samvinnu við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, að hefja vinnu við verkferla fyrir vinnuskólann. Í samræmi við ábendingar ungmennaráðs sem og niðurstöðu könnunar meðal sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð staðfest í heild.

8. Velferðarnefnd - 11 - 1902003F
Fundargerð staðfest
8.1 1902038 - Velferðarnefnd; Kosning formanns, varaformanns og ritara

8.2 1902037 - Velferðarnefnd; Erindisbréf

8.3 1901015 - Tillaga L-lista um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum sveitarfélagsins

8.4 1902039 - Velferðarnefnd; Önnur mál; 11. fundur


9. Markaðs- og atvinnumálanefnd - 4 - 1902004F
Fundargerð staðfest í heild.
9.1 1902232 - Markaðs- og atvinnumálanefnd 2018; Kosning formanns, varaformanns og ritara
Lögð er fram tillaga umað Sigurður Þór Þórhallson verði kosinn formaður nefndarinnar, Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir varaformaður og Anton Kári Halldórsson ritari.

Tillagan samþykkt samhljóða.

9.2 1902233 - Markaðs- og atvinnumálanefnd; Erindisbréf
Drög að erindisbréfi markaðs- og atvinnumálanefndar Rangárþings eystra lagt fyrir nefndina.

Samþykkt að nefndarmenn fari yfir erindisbréfið fram að næsta fundi og geri þá tillögur að breytingum ef þurfa þykir.

9.3 1802031 - Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland
Erindinu var vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn, skv. eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með áætlunina. Verður hún m.a. höfð til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitartjórn vísar áætluninni til kynningar í skipulagsnefnd, atvinnumálanefnd og landbúnaðarnefnd sem og ungmennaráði. Sveitarstjórn óskar eftir að höfundar áætlunarinnar komi og kynni verkefnið á næsta fundi sveitarstjórnar. Fulltrúar þeirra nefndar sem áætlunin er vísað til verða einnig boðaðir á fundinn.

Markaðs- og atvinnumálanefnd tekur undir með sveitarstjórn og lýsir ánægju sinni með áætlunina. Áætlunin kemur til með að nýtast vel í markaðs- og atvinnumálum í sveitarfélaginu. Nefndarmenn munu kynna sér áætlunina nánar og þyggja boð um kynningarfund.

9.4 1902234 - Markaðs- og atvinnumálanefnd; 4. fundur; Önnur mál
Rætt um málefni upplýsingarmiðstöðvar í Rangárþingi eystra. Nefndin veltir fyri sér hvort það eigi að vera í verkahring sveitarfélagsins að reka upplýsingamiðstöð.

Rætt um mergkingar Vegagerðarinnar við þjóðveginn. Mikilvægt að koma Hvolsvelli inn á þessar merkingar. Nefndin Óskar eftir því að sveitarstjórn beiti sér fyrir því.

Rætt um upplýsingarskilti við þéttbýlið Hvolsvöll. Endurnýja þarf þessi skilti og uppfæra upplýsingar um þjónustu.

Rætt um þjónustu við ferðafólk og íbúa t.d. vegna salerna, apóteka, agðgengi og opnunartíma þeirra.

Rætt um Landeyjahöfn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún beyti sér fyri því að kanna aukna nýtingarmöguleika á Landeyjahöfn sem gæti leitt af sér umtalsverða atvinnuuppbyggingu í Rangárþingi eystra.
Á undanförnum árum hafa markaðs- og kynningarfulltrúi og sveitarstjóri átt í viðræðum við Vegagerðina varðandi umræddar merkingar. Áfram þarf að vinna að þeim málum.
Gerð upplýsingarskiltis við þéttbýlið er í ferli hjá skipulagsfulltrúa og markaðs- og kynningarfulltrúa.
Byggðarráð óskar eftir tillögum frá Markaðs- og atvinnumálanefnd að aukinni nýtingu Landeyjarhafnar.

10. 64. fundur Félagsmálanefndar; 14.2.2019 - 1902321
Fundargerð staðfest í heild.

11. 277. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.; 18. febrúar 2019 - 1902318
Afgreiðslu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

12. 543. fundur stjórnar SASS; 1.2.2019 - 1902320

13. 36. fundur stjórnar Félag- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 1902336
Fundargerð staðfest í heild.

14. Alda; Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis - 1902015
Byggðarráð vísar málinu til kynningar í velferðarnefnd og vinnu forstöðumanna og sveitarstjóra við athugun á styttingu vinnuvikunnar.

15. Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019 - 1902326

16. Bréf um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð - 1902332

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Elín Fríða Sigurðardóttir
Christiane L. Bahner
Lilja Einarsdóttir
Anton Kári Halldórsson