Fundur fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka þann 10.feb 2015 kl 20:30.


Allir fundarmenn voru mættir.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og stjórnaði fundi.


1. Landskipulagsstefna 2015-2026 – tillaga.
Nefndarmenn hafa kynnt sér tillöguna og sjá ýmsa annmarka á henni.
Algjörlega er gengið framhjá hagsmunum beitarréttarkofans ( er ekki viss með þetta) í landskipulaginu.
Samþykkt að kanna hvaða athugasemdir voru gerðar af hálfu Rangárþings eystra.
Samþykkt að senda inn athugasemdir varðandi skipulagstillöguna.

2. Afgreiðsla umsóknar til landbótasjóðs 2015. 
Samþykkt styrkupphæð 520.000 kr.
Sjá bréf landgræðslu ríkisins 2.feb 2015.
Samþykkt að formaður óski eftir tilboðum frá áburðasölum um kaup á áburði til uppgræðsluna. 

3. Umræður urðu um stóraukinn ágang ferðamanna sem hugsanlega verður á Fljótshlíðarafrétt ef af verður með göngubrú yfir á Þórsmörkina við Klappir yfir Húsadal.

4. Ákveðið að kanna tilboð frá skorra.is í sólarsellur.



Fundi slitið kl 22:00
Kristinn Jónsson 
Rúnar Ólafsson 
Ágúst Jensson.