Fundargerð
31. fundur, 9 fundur kjörtímabilsins í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn 
fimmtudaginn 9. apríl 2015, kl. 10:00, Ormsveli 1, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Víðir Jóhannsson. 


Efnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:
1411012 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
1503041 Nýibær – Deiliskipulag smáhýsa
1502029 Neðri-Dalur 3 – Deiliskipulag landspildu
1405009 Lambafell – Deiliskipulag 
1403017 Hvolsvöllur – Deiliskipulag vegna eldfjallaseturs
SKIPULAGSMÁL

1411012 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístundahúsalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 18. febrúar 2015, með athugasemdafresti til 1. apríl 2015. 
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 ha. lands úr jörðinni Drangshlíðardalur og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 18. febrúar 2015, með athugasemdafresti til 1. apríl 2015. 
Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar sem bárust í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að æskilegt sé að fráveita frá íbúðarhúsalóðum sé sameiginleg þar sem því verður við komið, og að rotþró og siturlagnir séu þannig staðsettar og frágengnar að aðgengi að þeim til tæmingar og viðhalds sé auðvelt að teknu tilliti til aðstæðna að öðru leyti. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.1503041 Nýibær – Deiliskipulag smáhýsa
Jón Örn Ólafsson kt. 180381-5629, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag á jörðinni Nýjibæ, Vestur Eyjafjöllum. Deiliskipulagstillagan tekur til um hektara úr jörðinni. Tillagan tekur til byggingar tveggja smáhýsa og aðkomu að þeim.  
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem nú býður staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


1502029 Neðri-Dalur 3 – Deiliskipulag landspildu
Ólafur Tage Bjarnason f.h. Steins Loga Guðmundssonar kt. 230561-4359, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landspilduna Neðri-Dalur 3. Deiliskipulagstillagan tekur til hluta landspildunnar. Tillagan tekur til byggingar allt að 350m² einbýlishús ásamt bílskúr. Tillagan gerir ráð fyrir aðkomuvegi að lóðinni frá Merkurvegi nr. 249. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem nú býður staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd óskar eftir rökstuðningi á nýrri vegtengingu að spildunni. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1405009 Lambafell – Deiliskipulag 
Runólfur Þ. Sigurðsson, f.h. Welcome apartment ehf. kt. 631110-0100, óskar eftir heimild til að vinnu deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Lambafell, Austur-Eyjafjöllum. Deiliskipulagstillagan tekur til fyrirhugaðrar verslunar- og þjónustulóðar innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu 150-180 herbergja hótels að hámarki 9000m². Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu sundlaugar og heitra potta á lóðinni. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem nú býður staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum er varða mögulegt útlit byggingar áður en tillaga verður samþykkt til auglýsingar. 


1403017 Hvolsvöllur – Deiliskipulag vegna eldfjallaseturs
Deiliskipulagstillagan hefur áður verið samþykkt af skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá stofnuninni í bréfi dags. 13. mars. 2015. Er því tillagan tekin fyrir að nýju.
Farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og ábendingar Vegagerðarinnar sem settar voru fram í umferðaröryggismati dags. í desember 2014. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og ábendingum Vegagerðarinnar og greinargerð ásamt deiliskipulagsuppdrætti breytt til samræmis. Breytingar á tillögu tilgreindar í kafla 7 í greinargerð og á minnisblaði frá Basalt dags. 1. apríl 2015. Að mati skipulagsnefndar er um óverulegar breytingar á tillögu að ræða og því ekki þörf á því að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


Fundi slitið 11:10____________________________ ____________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir Þorsteinn Jónsson


____________________________ ____________________________
Lilja Einarsdóttir Víðir Jóhannsson


____________________________ ____________________________
Guðmundur Ólafsson Anton Kári Halldórsson