Byggðarráð Rangárþings eystra


F U N D A R G E R Ð


136. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 29. september 2014 kl. 08:10

Mætt: Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, árheyrarfulltrúi,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð  og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Erindi til byggðarráðs:

1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2014.  Endurskoðun vísað til næsta sveitarstjórnarfundar.

2. Frumvarp að fjárhagsáætlun 2015-2018. Frumvarpinu vísað til sveitarstjórnar, en áður mun sveitarstjórn halda vinnufundi um frumvarpið.

3. Veðsetning á skuldabréfi vegna Raufarfells.
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leyti að heimila kaupsamningshafa veðsetningu á eignarhlut sveitarfélagsins sem afsalshafa í jörðinni Raufarfelli landnr. 186762 Rangárþingi eystra. Ágústi Inga Ólafssyni, skrifstofustjóra falið að undirrita skjalið fyrir hönd sveitarfélagsins.

4. Bréf Sigurlínar Sveinbjörnsdóttur, skólastjóra Hvolsskóla dags. 30.09.14, uppsögn á starfi.
Byggðarráð þakkar Sigurlín góð störf í þágu menntamála í sveitarfélaginu.

5. Bréf Félags eldri borgara dags. 29.09.14 varðandi stofnun Öldungaráðs.
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjórn að skipa fulltrúa sveitarfélagsins í ráðið.

6. Bréf Guðmundar Svavarssonar dags. 07.10.14 varðandi sorphirðumál í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjóra falið að leita sátta í málinu. Ákveðið að halda fund um sorphirðumál í sveitarfélaginu með Gámaþjónustunni og sveitarstjórnarmönnum.

7. Bréf til sýslumannsins á Hvolsvelli, dags. 15.10.14, umsögn vegna leyfis fyrir veitingastað í flokki III á Hótel Hvolsvelli.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

8. Samningur um snjómokstur í Rangárþingi eystra tímabilið 1. nóvember 2014 til 15. apríl 2017.
Byggðarráð staðfestir samninginn.

9. Katla jarðvangur, bréf dags. 10.10.14, ósk um að hækka framlag til jarðvangsins.
Samþykkt að greiða 3 milljónir kr. til þessa verkefnis á árinu 2015.

10. Fyrirspurn til sveitarstjórnar frá fulltrúa L-listans varðandi reiðleið undir þjóðveg 1 við Hvolsvöll.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.

11. Fyrirspurn frá fulltrúa L-listans varðandi fráveitumál á Hvolsvelli.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.

12. Drög að erindisbréfi velferðarnefndar Rangárþings eystra.
Breyting á 3 mgr. 2. gr. Greinin verði svohljóðandi: Að fylgjast með því að stofnanir vinni að settum markmiðum í samræmi við lög og veiti góða þjónustu og að eiga samstarf við þau félög sem vinna að velferðamálum.

Aðrar breytingatillögur velferðanefndar samþykktar.

13. Drög að erindisbréfi Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar Rangárþings eystra.
Samþykkt.

14. Drög að erindisbréfi Fræðslunefndar Rangárþings eystra.
Breytingatillögur fræðslunefndar samþykktar.

15. Bréf Matthildar Kjartansdóttur dags. 02.10.14, ósk um stuðning við nám í Háskóla Íslands.
Erindinu frestað.

16. Samningur, samþykktir og skipulagssrká vegna gamla bæjarins í Múlakoti.
Samningurinn, samþykktir og skipulagsskrá samþykkt.

Fundargerðir samstarfs sveitarfélga:

1. 485. fundur stjórnar SASS 03.10.14. Staðfest.
2. 159. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 26.09.14 Staðfest.
3. 234. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. 06.10.14 Staðfest.
4. 19. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 20.10.14. 
Beiðni um fjárstuðning til Félags lamaðra og fatlaðra varðandi sumarbúðirnar í Reykjadal vísað til sveitarstjórnar.  Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
5. 10. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 07.10.14. Staðfest.

Mál til kynningar:

1. Bréf Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.09.14 varðandi fræðslurit ætlað kennurum, stjórnendum og rekstraraðilum leik-, grunn, framhalds- og tónslistarskóla um rödd, hlustun og kennsluumhverfið.
2. Bréf Ólafs Kr. Sigurðssonar, móttekið 25.09.14, vegna deiliskipulags við Skógafoss.
3. Vegagerðin, bréf dags. 25.09.14, tilkynning um niðurfellingu Forsætisvegar                (nr. 2525) af vegaskrá.
4. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélga og BSRB dags. 01.10.14 þar sem  vakin er sérstök athygli á yfirlýsingu í tengslum við kjarasamninga 2014.
5. Fundargerð 819. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.09.14
6. Fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands islenskra sveitarfélga 08.10.14
7. Umhverfisstofnun, endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða.
8. Skipulagsstofnun, bréf dags. 06.10.14, skráning skipulagsfulltrúa 2014.
9. Þjóðskrá Íslands, bréf dags. 08.10.14, fasteignamat 2015.
10. Forsætisráðuneytið, bréf dags. 10.10.14, upplýsingar um framkvæmd verðhækkana.
11. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 16.10.14, breytingar á samþykktum Rangárþings eystra.




Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15


Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahner