Við ætlum að safna saman upplýsingum um þá viðburði sem verða í sveitarfélaginu á aðventunni, hvort sem um ræðir rafræna eða staðbundna. Einnig er markmiðið að taka saman þá verslun og þjónustu sem í boði eru í sveitarfélaginu á aðventunni. Upplýsingarnar verða svo birtar hér á heimasíðu sveitarfélagsins og er þá auðveldar fyrir íbúa og gesti að nálgast upplýsingar á einum stað.

Hér til hægri á síðunni er eyðublað sem fylla má út.

Viðburðir

Björkin - Skötuveisla 23. desember

> Borðapantanir í síma 4878670. Vegna fjöldatakmarkanna ganga borðapantanir fyrir. Skata, Tindabikkja, Saltfiskur, Plokkfiskur og Pizza ásamt meðlæti. Ris a la mande m/heitri karmellusósu í eftirrétt.

Hótel Fljótshlíð, Smáratúni - Skötuveisla 23. desember

> Hefðbundin skötuveisla en nauðsynlegt að panta borð. Hægt að panta borð kl. 11:00, 11:30, 12:30, 13:00 og 14:00. Pantanir í síma 4871416 eða á smaratun@smaratun.is

Verslun og þjónusta

Prjónafjör - Prjónabækurnar Prjónafjör 2 og 3 til sölu í forstofunni að Króktúni 11

Heil Fegurð - Netverslun sem býður upp á andlitsrúllur og gua sha úr náttúrusteinum fyrir andlitsnudd. Við sendum frítt um allt land, en einnig má sækja pantanir til okkar í Öldubakka 35 C á Hvolsvelli.

Southcoast Adventure - Gjafabréf sem gilda í allar ferðir sem í boði eru á heimasíðu Southcoast Adventure. Hægt er að nýta ferðagjöfina sem greiðslu upp í gjafabréf. Nánari upplýsingar : 8673535 eða á info@southadventure.is

Midgard Adventure - Jólatilboð á gjafabréfum.  Gefðu upplifun í gjöf – gjöf sem býr til góðar minningar. 

Rafverkstæði Ragnars - Gott úrval af lífstíls- og gjafavöru ásamt heimilistækjum frá Smith & Norland. Einnig hægt að fá grenigreinar frá Skógræktarfélagi Rangæinga. Eru líka á Instagram.

Sveitabúðin Una - Gjafavörur, leikföng og jólavörur í huggulegu umhverfi. Skreytingabingó fyrir börnin þar sem þau koma með heimatilbúið skraut og hengja á risavaxið jólatré í búðinni. Eru líka á Instagram.

HÓ Handverk - Trévörur eftir Hjálmar Ólafsson trésmið. Verkstæðið er staðsett að Ormsvelli 10c á Hvolsvelli. Vörur sendar út um allt land. Nánari upplýsingar í síma 896-6867 og á netfanginu hohandverk@gmail.com.

Búvörur SS - Jólaopnun hjá Búvörum SS á Hvolsvelli

Fóðurblandan - Jólaopnun hjá Fóðurblöndunni á Hvolsvelli.

Lífland - Jólaopnun hjá Líflandi á Hvolsvelli.

Greifabúið - Nautakjötsveisla frá Guðnastöðum. Góð jólagjöf fyrir þá sem allt eiga. Hægt er að fá 1/8 eða 1/4 af gripnum, beinlaust í neytendapakkningum. Hafið samband í síma 898-6124 og fáið rétta skammtinn.

Ísbúðin Valdís - Jólaísarnir í ár eru: Toblerone, Lion Bar, Jarðaberja sorbet og Jólaísinn 2020.