Loksins fæ ég að tjá niðurstöður mínar úr rannsókn minni, úr Master námi mínu, á mannamáli. Fylgja fólkinu með mér í gegnum eldstöðvarkerfi sem er varla skráð á korti.
Við í Rangárvallasýslu erum með nokkur eldstöðvarkerfi í bakgarðinum okkar. Hekla, Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull, Vestmannaeyjar svo eitthvað sé nefnt!
En Vatnafjallaeldstöðvarkerfið? Sem ekkert hefur verið kannað að alvöru, sem inniheldur mikla gíga og gígaraðir frá nútíma. Hraun og gosvirkni, sem hafa varla verið kortlögð né skráð!
Ég, í samstarfi við ÍSOR ( Íslenskar Orkurannsóknir), höfum aldursgreint Hraukahraun nýja 400-500 ára (frá 15 - 16 öld).. EN það hefur aldrei verið skráð sem sem sögulegt hraun! Því má segja að þessi rannsókn mín mun skila inn athugasemdum í jarðfræði Íslands frá landnámi.
Einnig kortlagði ég, í samstarfi við ÍSOR, Langvíuhraun upp á nýtt og aldursgreindi. Mikið meira hraunflæði, en hefur verið skráð, ásamt því að gervigígar við Dalöldur, myndast í sömu atburðarrás.
Master rannsókn mín fólst í því að jarðfræðikortleggja Vatnafjallaeldstöðvarkerfið, sem er yfir 200km2. Ég kortlagði alla gíga, gígaraðir, hraun, gjósku, móberg ofl á svæðinu, í mælikvarða 1:25.000.. (5% af Íslandi er kortlagt svona ítarlega)
Ég og LAVAcentre viljum bjóða ykkur á viðburð, sem ég mun halda fyrir ykkur, ef vilji er fyrir því.
29 febrúar, í LAVA, á milli 17 til 18:30.
Léttar veitingar verða í boði.