Það er loksins komið að því!
Nú er aldeilis tilefni til að draga fram dansskóna og sitt fínasta púss!
Þorrablót í Njálsbúð verður haldið þann 11. febrúar, takið daginn frá.
Húsið opnar 19:00 og blótið verður sett kl 20:00
Hlynur, Sæbjörg og Strákarnir leika fyrir dansi.

Miðar verða seldir í Njálsbúð mánudaginn 6. febrúar milli kl. 17:00 - 20:00. Miðaverð er 8.500 kr. en ath. að enginn posi er á staðnum.