Í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Skógasafns og Héraðsskólans í Skógum. 
Þessum merku tímamótum verður fagnað 15. september næstkomandi í Skógaskóla klukkan 15:00. 
Skógasafn er á meðal elstu byggðasafna landsins og telur safnkosturinn nú um 18 þúsund muni. 

Dagskrá

Sönghópurinn Öðlingar flytja nokkur lög
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur hátíðina í Skógaskóla klukkan 15:00

Ávörp flytja:

Ingvar P. Guðbjörnsson formaður stjórnar Skógasafns
Andri Guðmundsson forstöðumaður Skógasafns
Anton Kári Halldórsson formaður Héraðsnefndar Rangárvallasýslu
Eva Björk Harðardóttir formaður Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu
Smári Ólason rannsakandi og starfsmaður Skógasafns
Þórður Tómasson fyrrum safnstjóri Skógasafns

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar nýja sýningu um 70 ára sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu.

Tónlistaratriði frá Valborgu Ólafsdóttur

Kaffiveitingar í Skógakaffi

Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis

Formlegri dagskrá lýkur klukkan 18:00
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands 

Verið velkomin í 70 ára afmælisveislu Skógasafns