Geta norðurljós og myrkurgæði bætt afkomu íbúa og fyrirtækja í Rangárþingi?
Skipulag:
Dagsetning: 12. mars 2024.
Tími: Kl. 17.00-20.00 (Netgerð og veitingar eftir ráðstefnu)
Ráðstefnugjald: 3.000 kr. (Léttar veitingar innifaldar)
Staðsetning: LAVA eldfjallamiðstöð. Austurvegi 14, Hvolsvelli.
Tungumál: Íslenska.
Dagskrá:
>17:00 - Setning og ávarp.
>17:15 - Myrkurgæði í ferðaþjónustu. Kjartan Bollason, lektor við Háskólann á Hólum.
>17:45 - Vísindi og markaðsstarf norðurljósa. Kormákur Hermannsson, Aurora Basecamp.
>18:15 - Hlé.
>18:30 - Frásagnarlist í ferðaþjónustu. Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í efnisskrifum.
>19:00 - Norðurljósaferðamennska á Hótel Rangá. Friðrik Pálsson, hótelstjóri.
>19:15 - Vottun myrkurgæða fyrir sveitarfélög. Ágúst Gunnlaugsson, lýsingarhönnuður hjá Norr Lighting og Eflu.
>19:35 - Að fanga sjónarspilið. Páll Jökull Pétursson, ljósmyndari
>19:55 - Samantekt og framhaldið.
>20:00 - Netagerð og léttar veitingar frá Midgard.
Um ráðstefnuna:
Ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélögin í Rangárþingi eru að kanna áhuga á samstilltu átaki til að styrkja stöðu svæðisins í vetrarferðaþjónustu.
Tilgangur ráðstefnunnar að efla vitund og undirstrika mikilvægi öflugrar vetrarferðaþjónustu á svæðinu, með sérstakri áherslu á norðurljósaferðamennsku. Með öflugri vetrarferðamennsku er hægt að minnka sveiflur í sölu gistinátta sem styrkir rekstrargrundvöll fyrirtækja á svæðinu og fjölgar heilsársstörfum. Árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu gera fyrirtækjum á svæðinu erfitt um vik að bjóða starfsfólki fullt starf á ársgrundvelli, það skapar fyrirtækjum á svæðinu erfiðleika við að halda mannauði á svæðinu til lengri tíma.
Markmiðið er að í kjölfar ráðstefnunnar verði fyrsta skrefið tekið í að hefja alvöru samtal og samvinnu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja í Rangárþingi um aðgerðir og markaðssetningu á svæðinu sem tilvöldu svæði til að njóta norðurljósa og myrkurgæða.
Þessi ráðstefna er hugsuð sem fyrsta skref í lengri vegferð þar sem markmiðið er að fá sveitarfélögin á svæðinu, ferðaþjónustuaðila og íbúa til að vinna auknu mæli saman að því að gera svæðið að eftirsóttari áfangastað, allt árið.
Netgerð og léttar veitingar
Að ráðstefnu lokinni verður öllum þáttakendum boðið upp á léttar veitingar frá Midgard og vonandi gefst tækifæri til tengslamyndunnar (netagerð) og umræðu um næstu skref.
Þar getum við kynnst betur, deilt okkar reynslu og skipulagt næstu skref þessa verkefnis. Þetta er vonandi tækifæri fyrir bæði þaulreynt ferðaþjónustufólk, fólk sem er að stíga sín fyrstu skref og íbúa til að tala samtal um vetrarferðamennsku og myrkurgæði eða bara almennt um ferðaþjónustu.
Hverjir ættu að mæta?
Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á að styðja við vetrarferðamennsku í Rangárþingi (Ytra, Eystra og Ásahreppi) og áhugafólki um náttúruundrið sem norðurljósin eru:
-Starfsfólk og eigendur hótela og gististaða
-Afþreyingarfyrirtæki og leiðsögumenn
-Sveitastjórnarfólk og starfsmenn sveitarfélaganna.
-Fyrirtækjaeigendur og frumkvöðlar
-Kennarar
-Fólk úr stoðgreinum ferðaþjónustunnar
-Atvinnu- og áhugaljósmyndarar
Spurningar og svör:
Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á nánari upplýsingum vinsamlegast hafið samband við gunnar@lavacentre.is
Við hlökkum til að sjá þig á norðurljósaráðstefnu í LAVA.
Virðingarfyllst,
LAVA og Midgard