Ljósagangan í Efra-Hvolshella fyrir börn er miðvikudaginn 4. október kl 18:00. Mjög skemmtileg (stutt) ganga - mætt við Efra-Hvol við Hvolsfjall og gengið þaðan í hellana. Best ef allir eru með svolítið vasaljós því það er nefnilega farið og kíkt inn í hina ævintýralegu Efra-Hvolshella og þá þarf maður að geta lýst aðeins. Stundum sjást rassálfar og strumpar - ef heppnin er með. Umsjónar- og fararstjóri er Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir. Allir krakkar velkomnir og mega taka með sér fullorðna..