Pálmar Ragnarsson heldur kröftugan og skemmtilegan fyrirlestur um góð og jákvæð samskipti í Hvolnum, þriðjudaginn 12. október kl. 17:00.

Góð samskipti eru lykillinn að velgengni og þau opna fjölmargar dyr. Þau eru það mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur og hafa áhrif á alla þætti lífs okkar. Með færni í samskiptum gerum við lífið einfaldara og skemmtilegra, fækkum árekstrum og auðveldum okkur að kynnast fólki og ná markmiðum okkar.

Pálmar Ragnarsson er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og hann hefur haldið mörg hundruð fyrirlestra um jákvæð samskipti um allt land á undanförnum árum. Hann er með BS gráðu í sálfræði og MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á samskipti á vinnustöðum. Pálmar hefur þjálfað börn og unglinga í körfuknattleik í þrettán ár og vakið mikla athygli fyrir skemmtilegar og árangursríkar aðferðir sínar í samskiptum við börn og unglinga.

Þessi fyrirlestur er hluti af Heilsueflandi hausti sem stendur yfir frá 20. september - 17. október. Fylgist með dagskránni á heimasíðu Rangárþings eystra.