Hjónin Björn Bjarnason og Rut Ingólfsdóttir standa fyrir menningardagskránni Gleðistundir að Kvoslæk í ár eins og þau hafa gert svo mörg undanfarin ár.

Laugardaginn 16. júlí 2022, kl. 15:00 - Hver var Ámundi smiður?

Arndís S. Árnadóttir, listfræðingur, fjallar um Ámunda smið, sem á 18. öld smíðaði 22 kirkjur víða um land og ótal kirkjumuni sem enn má finna í kirkjum á Suðurlandi, m.a. í Odda.