Þann 19. september munu sveitarfélögin Rangárþing eystra, Rangárþing ytra
og Ásahreppur sameina krafta sína og bjóða íþróttafélögum og öllum þeim sem
koma að heilsueflingu í víðasta skilning þess orðs til samstarfs og vera með
kynningu á sínu starfi eða sinni heilsuvöru.


Um er að ræða tvo klukkutíma, milli kl. 17:00 – 19:00 þar sem þátttakendur
fá svæði í íþróttahúsinu á Hellu til þess að kynna sitt starf/vöru.
Markmiðið með þessari samkomu er að hvetja íbúa Rangárþings til
heilsueflingar sem og kynna allt það góða sem í boði er í sýslunni.
Viðburðurinn er fyrir íbúa á öllum aldri.


Þeir sem munu kynna sína starfsemi eru m.a. íþróttafélagið Dímon og
Ungmennafélagið Hekla, Knattspyrnufélag Rangæinga, Kfum og Kfuk,
Hestmannafélagið Geysir, íþróttafélagið Garpur, Ferðafélag Rangæinga,
Félag eldri borga, Judofélag Suðurlands, Félagsmiðstöðvarnar, Allra heilsa,
Skotfélagið Skyttur ofl ofl. Við hvetjum alla íbúa Ragárþings til þess að mæta
og kynna sér það sem í boði er í sýslunni.


Jako sport mætir með fatnað til að máta og verður með tilboð á æfingaog
keppnisfatnaði.


Aðgangur er ókeypis og á staðnum verður hugmyndakassi þar sem hægt er að
koma með hugmyndir að íþróttagreinum, fyrirlestrum eða annað sem þið teljið
til heilsubóta hér í okkar ágætu sveitarfélögum.


Undirrituð sjá um skipulag, undirbúning og gefa nánari upplýsingar.


Með von um áhuga, góða þátttöku og mikla aðsókn,
Ólafur Örn Oddsson, Ragnar Jóhannsson, Nanna Jónsdóttir,
Bjarni Daníelsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir
Rangárþing ytra
Fyrir okkur