FRELSUM KARLMENN UNDAN ÁLÖGUM KARLMENNSKUNNAR

Margir karlmenn og drengir glíma við óraunhæfar staðalmyndir karlmennskunnar sem krefur þá um tiltekna hegðun, viðhorf og útlit. Afleiðingarnar eru vanlíðan, óhamingja, kynbundið námsval, starfsval, launamunur, ofbeldi og ójafnrétti sem bitnar á samfélaginu öllu, körlum og konum. Lausnin er meðal annars að hrista upp í og víkka út viðteknar karlmennskuhugmyndir. Þannig losna karlmenn, konur og samfélagið allt úr álögum karlmennskunnar. 

Fyrirlestur með Þorsteini V. Einarssyni í Midgard á Hvolsvelli þann 21. nóvember kl. 20:00. 

Aðalmarkmið fyrirlestursins er að hrista upp í viðteknum hugmyndum um karlmennsku og kynhlutverk, benda á endurteknar birtingamyndir karlmennsku og staðalmyndir um kyn og svara því hvers vegna og hvernig karlar geti tekið þátt í að skapa jafnrétti í sínu umhverfi.                                                                      

Hvetjum konur og karla, unga og gamla til að koma.

Jafnréttisnefnd Ranárþings eystra