Þann 14. október nk. verður Arnar Gauti Markússon með Fjallgöngu og fyrirlestur í kjölfarið. Mæting er við Midgard Base Camp kl. 17:00 og tekið verður mið af veðri á hvaða fjall verður gengið. Miðað er við að gangan taki um 2 klukkutíma og svo verður fyrirlestur um gönguferðir á Midgard.

 

Þessi viðburður er hluti af Heilsueflandi hausti sem stendur yfir frá 20. september - 17. október. Fylgist með á heimasíðu Rangárþings eystra