Árbæjarfoss í vetrarskrúða - miðvikudagsganga 6. mars
Nú tökum við hressandi síðdegisgöngu og fögnum Góu með því að ganga að Árbæjarfossi í Ytri-Rangá. Safnast verður saman við Miðjuna á Hellu kl 18:00 og ekið á upphafsstað göngu. Heildartími 2 klst. Gengið verður austan megin Rangár að Árbæjarfossi. Göngustjóri verður Sævar Jónsson. Allir með!