Barnakór Hvolsskóla varð 25 ára árið 2020 en vegna aðstæðna í samfélaginu var ekki hægt að halda tónleika í tilefni þess um jólin í fyrra. Nú gerir kórinn aðra tilraun og hefur fengið til liðs við sig tónlistarfólk sem er fyrrum meðlimir kórsins bæði í söng og hljóðfæraleik eða hafa tengingar við kórinn, Hvolsskóla, Tónlistarskóla Rangæinga eða Tónsmiðju Suðurlands.
Fyrrum nemendur kórsins sem fram koma eru Sigþór Árnason og Freyja Daðadóttir sem bæði voru í kórnum þegar hann var stofnaður, Kristín Anna Jensdóttir, Birta Rós Hlíðdal Helgadóttir, Karítas Björg Tryggvadóttir, Sigurður Anton Pétursson, Freyja og Oddný Benónýsdætur, Katrín Dilja Vignisdóttir, Oddur Helgi Ólafsson, Oddný Lilja Birgisdóttir og Sigurpáll Jónar Sigurðsson.
Þeim til halds og traust verða hljóðfæraleikararnir Jens Sigurðsson, Stefán Þorleifsson og Sveinn Pálsson. Að auki munu fram koma nokkrir leynigestir.
Við vonum að aðstæður verði með þeim hætti að hægt verði að koma og hlusta á tónleikana í sal