Vortónleikar barnakórs Hvolsskóla

Árlegu vortónleikar barnakórs Hvolsskóla verða haldnir í Hvolnum fimmtudagskvöldið 30. apríl 2015 klukkan 20:00. Kórinn hefur æft í allan vetur undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur tónlistarkennara. Starf kórsins hefur verið líflegt og má nefna jólatónleika kórsins sem voru einstaklega fallegir. Einnig tók kórinn þátt í setningu Friðarhátíðar Reykjavíkurborgar og söng þá kórinn í Ráðhúsinu í Reykjavík.

Undanfarna daga hefur kórinn æft fyrir vortónleikana og er það hefð hjá kórnum að fara í vorferð sem er jafnframt æfingarferð í eitthvert félagsheimilið í sveitarfélaginu og æft vel fyrir tónleikana. Meðfylgjandi mynd er úr einni slíkri ferð.