Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. auglýsir endurtekna vorhreinsun.



Dagana 10.  til 15. júní 2014 verður vorhreinsun endurtekin og gámar settir á eftirtalda staði:

Skógasandur, Seljalandsréttir, Gunnarshólmi, Njálsbúð, Fljótshlíðarréttir, Landvegamót, Gunnarsholt og Þykkvibær.


Gámar verða fyrir grófan úrgang, timbur og járn og er fólk  beðið að vanda sig og setja úrganginn í rétta gáma sem verða merktir viðkomandi úrgangsflokkum.


Nánari upplýsingar gefur Ómar Sigurðsson, Sorpstöðinni á Strönd í síma: 487-5157.



Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.