Vorhátíð Hvolsskóla verður haldin miðvikudaginn 30.apríl
 frá kl: 16.00-18.00.

Hátíðin verður sett kl: 16 í íþróttahúsinu. Þar verður danssýning nemenda og sprengigengið mætir og verður með skemmtilega sýningu fyrir börnin. Sýninguna gefur Umhverfis- og auðlindaráðuneytið nemendum skólans í tilefni viðurkenningarinnar; Varðliðar umhverfissins. 
Að lokinni dagskrá í íþróttahúsinu verður hægt að ramba um skólann og má án efa sjá einhvern afrakstur þemadaga.
Foreldrafélag Hvolsskóla selur kaffiveitingar og grillaðar pylsur. Enginn posi er á staðnum.
Allir að mæta og hafa gaman saman 
Foreldrafélag Hvolsskóla