VISS vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða deildastjóra sem allra fyrst í 55% stöðu sem getur aukist með vorinu. VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu sem vinnur eftir hugmyndafræði „þjónandi leiðsögn“ og „sjálfstætt líf. Um er að ræða nýja starfseiningu á Hvolsvelli sem hóf starfsemi í janúar 2021. Deildarstjórinn vinnur samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 auk tengdra reglugerða.

Helstu verkefnin eru :

 • Daglegt utanumhald um rekstur og starfsemina
 • Starfsmannahald
 • Móta stefnu og markmið þjónustunnar í samráði við forstöðumann
 • Verkefnaöflun og að verkefni sé við hæfi hvers og eins

Helstu markmið starfsins eru:

 • Faglegt starf með fötluðu fólki
 • Leiðbeina, styðja og hvetja
 • Skapa öryggi og vellíðan á vinnustað
 • Efling sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks

Hæfniskröfur:

 • Menntun í þroskaþjálfa eða háskólapróf (BA/BS) á sviði uppeldis- eða félagsvísin
 • Reynslu af stjórnun og starfsmannahaldi
 • Leiðtoga og skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og góð þjónustulund
 • Almenn tölvukunnátta æskileg

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga, þroskaþjálfafélags Íslands

Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag í stöðugri sókn. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á samvinnu, virðingu og vellíðan á vinnustað.

Öllum umsóknum verður svarað.