Vinnuskóli Rangárþings eystra tók til starfa 2. júní og því má nú sjá duglega krakka vinna við að fegra sveitarfélagið. Passað er upp á að krakkarnir séu alltaf í gulum vestum til að þau séu vel sýnileg í þar sem þau vinna við umferðargötur.

Miðvikudag, fimmtudag og föstudag eru flokkstjórarnir á námskeiði í Reykjavík þar sem farið er yfir hin ýmsu mál er tengjast vinnunni eins og garðyrkju, skyndihjálp og hvernig árangursríkt er að vinna með unglinga. Á meðan hlaupa aðrir starfsmenn sveitarfélagsins í skarðið og vinna sem flokkstjórar.

Hér má sjá nokkra krakka vinna við að reyta arfa í beðinu fyrir framan ráðhúsið. Flokkstjórinn þeirra í dag er Bianca Treffer, stuðningsfulltrúi í Hvolsskóla.