Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra. Á föstudaginn verður haldinn heilsdags vinnufundur með öllum þeim aðilum sem koma að þeirri vinnu. Sveitarstjórn, byggingar- og skipulagsfulltrúi, markaðs- og kynningarfulltrúi og fl. Landbúnaðar- og umhverfisnefnd er jafnframt boðið að taka þátt í þessum fundi.


Fundur 17. febrúar kl. 9.00 – til kl. 17.00

Fundarstaður: Kennslustofa Fræðslunetsins í Tónlistarskólanum.

Dagskrá:
1. Kl. 9.00 - Gylfi og Árni fara yfir stöðu verkefnisins

2. Kl. 10.00 – fulltrúar Vegagerðar: fara yfir framtíðarmál vegar o.fl.

3. Kl. 10.30 – fulltrúar Steinholts: fara yfir hugmyndir um landnýtingu

4. Kl. 11.15 – fulltrúar Skógræktarmanna: ræða um skógrækt og skipulagsmál

5. Kl. 12.00 – Sameiginlegur hádegisverður

6. Kl. 13.00 – 17.00 Áframhaldandi vinna tengt endurskoðun aðalskipulags