Vilt þú eða þið bjóða upp á súpu á Súpurölti Kjötsúpuhátíðar 2022?

Þeir einstaklingar eða hópar sem hafa áhuga á að bjóða upp á súpu föstudagskvöldið 26. ágúst eru beðnir um að tilkynna þátttöku til Markaðs- og kynningarfulltrúa á netfangið arnylara@hvolsvollur.is.

Við hvetjum íbúa til að bregðast við kallinu og bjóða upp á súpu því það er einstök skemmtun að rölta milli staða, bragða dásamlega góðar súpur og hafa gaman saman.

Sveitarfélagið sér um að skaffa skálar og skeiðar fyrir súpustaði.

Nú þegar hafa 4 staðir tilkynnt um súpu:

Gilsbakki - fyrir framan Gilsbakka 29a

Hvolstún - efst í götunni

Fyrirtæki á Ormsvelli - tjaldið við Valhalla

Tjaldstæðið á Hvolsvelli