Eins og flestir íbúar sveitarfélagsins urðu varir við í sumar þá var gerð viðhorfskönnun um húsnæðismál í Rangárþingi eystra sem hver íbúi yfir 18 ára fékk senda heim. Elínborg Harpa Önundardóttir, sem starfaði hjá byggingar- og skipulagsfulltrúaembættinu í sumar, sá um gerð og úrvinnslu könnunarinnar sem mun svo vera einn liður inn í gerð Húsnæðisáætlunar Rangárþings eystra.

Niðurstöður úr viðhorfskönnuninni má sjá hér.


Á 174. fundi sínum bókaði Byggðarráð Rangárþings eystra eftirfarandi:

1806024 Húsnæðisáætlun 2018: Niðurstöður viðhorfskönnunar um húsnæðismál í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð þakkar Elínborgu Hörpu Önundardóttur kærlega fyrir gerð viðhorfskönnunarinnar sem er einn af fyrstu liðum húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu.