Að venju verður mikið um að vera í Rangárþingi eystra um Verslunarmannahelgina. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Hellishólar Fljótshlíð

Gesti á Hellishólm ættu að hafa nóg fyrir stafni um helgina, dagskráin hefst strax á föstudaginn og stendur alla helgina. Nánar má sjá um dagskrá helgarinnar á facebook síðu Hellishóla.

 

Kotmót í Kirkjulækjarkoti

Kotmót er ein rótgrónasta hátíðin sem haldin er um verslunarmannahelgina en hún hefur verið haldin árlega síðan 1949. Dagskráin í ár er að venju fjölbreytt. Hátíðin hefst á fimmtudaginn og stendur fram til mánudagsmorgun. Sérstök dagskrá er fyrir börn. Hægt er að skoða nánari dagskrá inn á https://www.kotmot.is/dagskra

 

Múlakot 2023

Hin árlega Múlakotshátíð fer fram nú um verslunarmannahelgina líkt og síðustu ár. Dagskráin hefst á föstudegi og stendur fram til mánudags. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

- leikir fyrir krakkana, hoppukastali og ærslabelgur
- lendingakeppni
- brennan okkar er á sínum stað og smá upplyfting á eftir
- sjálfskipaðir trúbadorar mun halda uppi fjörinu á tjaldsvæðin

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á facebook síðu hátíðarinnar.

 

Karnival á Hvolsvelli

Á miðbæjartúninu á Hvolsvelli fer fram Karnival fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 5. Ágúst frá kl 14:00-16:00. Karnivalið hefur verið haldið af Hvítasunnukirkjunni á laugardeginum um verslunarmannahelgina síðustu ár og alltaf slegið rækilega í gegn hjá börnum á öllum aldri.