Verslun ÁTVR á Hvolsvelli opnaði aftur í dag, miðvikudag, eftir gagngerar breytingar og endurbætur á verslunarrýminu. Breytingarnar hafa í för með sér meira rými fyrir vörur og tegundum í versluninni hefur því verið fjölgað.

Á myndinni má sjá Anton Kára Halldórsson, sveitarstjóra, og Jónu Sigþórsdóttur, verslunarstjóra, en Anton Kári færði Jónu fallega jólaskreytingu í tilefni dagsins.

Boðið er upp á tertusneið og kleinur í versluninni í dag.