Kvenfélagið Eining á Hvolsvelli hélt vel heppnaða Góugleði í Hvolnum s.l. laugardagskvöld.

 

Eins og myndirnar bera með sér var kúrekaþema í ár.

Salir Hvolsins voru með tilheyrandi skreytingum, boðið var upp á frábær skemmtiatriði, kúrekamat og kúrekabar (Lúbarinn).

Verðskuldaða athygli fengu griðkonurnar, sem komu mörgum karlinum aðeins úr jafnvægi!

Kúrekabandið Klaufarnir spiluðu svo fyrir dansi til kl. 02:00

 

Góugleðisnefndin vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gáfu vinnu sína og/eða styrki.

Kvenfélaginu til mikillar gleði safnaðist fyrir stólnum sem gefin verður Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. En það er stóll sem snyrti-og fótaaðgerðafræðingar ásamt fleirum geta notað.

Ágústa Guðjónsdóttir tók nokkrar af myndunum.

 

null

nullnullnullnullnull