Nú er vorið í loftinu og einn af vorboðunum er opnun veitingavagnsins við Seljalandsfoss. Gert er ráð fyrir að fyrstu opnunardagar verði nú um helgina og því verður aftur hægt að fá ilmandi gott kaffi og ýmislegt annað meðan þessi náttúruperla er skoðuð.

Seljaveitingar eru með facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með þeim og meðfylgjandi myndir eru af þeirri síðu: https://www.facebook.com/Seljaveitingar