Á dögunum voru veittir styrkir úr húsfriðunarsjóði en sá sjóður tilheyrir Minjastofnun Íslands. Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2018 var 252, en veittir voru 215 styrkir. Úthlutað var 340.720.000 kr., en sótt var um styrki að upphæð tæplega 775 millj. króna.

Gamli bærinn í Múlakoti fékk 5 milljónir króna í sinn hlut og Gamli bærinn á Sauðhúsvöllum fékk 1 milljón í sinn.