Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í að byggja viðbyggingu við dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli.
Verkið fellst í að grafa fyrir, steypa upp og fullgera viðbygginguna jafnt  að utan sem innan og skal verkinu vera lokið 19. apríl 2018.
Óskað er eftir tilboðum í verkið í heild sinni eins og fram kemur á uppdráttum og því er lýst í útboðs-og verklýsingu.

Heildarstærð viðbyggingarinnar verður 1.526 m2, aðalhæðin 1.176 m2 og kjallari 350, m2 kjallari.

Útboðsgögn verða afhent hjá skipulags- og byggingarfulltrúa  Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, sími 487 1200  og netfang bygg@hvolsvollur.is ,frá og með 21. júní 2016.

Bjóðendum er boðið til kynningarfundar að Kirkjuhvoli mánudaginn þann 27. júní 2016 kl 11:00. Þar verða mættir fulltrúar verkkaupa.
Tilboði skal skila á frumriti tilboðsforms í lokuðu umslagi merktu heiti útboðs, „Dvalarheimilið Kirkjuhvoll, viðbygging“, á sveitarfélagsskrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvelli, fyrir kl. 13:45 föstudaginn 15. júlí 2016. Sama dag kl. 14:00 verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra