Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur nú fjárfest í búnaði til upptöku og streymis á fundum sveitarstjórnar. Fyrst um sinn verða fundirnir teknir upp og settir inn á youtube rás sveitarfélagsins en síðar meir, þegar reynsla er komin á búnaðinn, verður fundunum streymt beint.

301. fundur sveitarstjórnar fór fram fimmtudaginn 8. september sl. og er nú hægt að sjá upptöku af fundinum á Youtube rás Rangárþings eystra.