Í dag komu í heimsókn til okkar hressir bændur úr uppsveitum Árnessýslu. Þeir komu við í Sögusetrinu á Hvolsvelli og kynntu sér starfsemina sem þar fer fram. Sigurður Hróarsson forstöðumaður setursins sagði þeim frá setrinu og að sjálfsögðu fylgdi frásögninni líka vel valdar sögur af Njálu. Auk þess kynnti Lilja Einarsdóttir oddviti og Guðlaug Svansdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi fyrir þeim sveitarfélagið. Þá var Gunnhildur Kristjánsdóttir með Refilstofuna opna og kynnti fyrir þeim refilinn sem hefur laðað að marga gesti undafarin misseri. Næsti áfangastaður bændanna var hjá SS Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli og vitum við að þeir hafa fengið góðar móttökur þar. Rangárþing eystra þakkar þeim fyrir komuna.