Það er alltaf eitthvað um að vera í framkvæmdum í þéttbýlinu.

Við Ormsvöll rýs nú nýtt iðnaðarhúsnæði en það er Naglverk ehf. sem þar byggir. Byggingin gengur vel og það er komin góð mynd á útlit húsnæðisins.  

Gatnagerð fyrir norðan Hvolsvöll er einnig í fullum gangi en Gröfuþjónusta Hvolsvallar og Smávélar vinna þar að gatnagerð fyrir nýtt hverfi. Um miðjan september tók Sigurður Jónsson þessar skemmtilegu drónamyndir yfir svæðið.

 

Guðrún Björk Benediktsdóttir, garðyrkjustjóri Rangárþings eystra, kom og gróðursetti falleg haustblóm fyrir utan Ráðhúsið að Austurvegi 4. Það lífgar heilmikið upp á umhverfið að sjá litadýrð haustsins í nærumhverfinu.